Við óvenjulegar aðstæður...

...þarf að grípa til óvenjulegra aðgerða.

Það má öllum vera ljóst að þær aðstæður sem nú eru hér á landi eru óvenjulegar. Reyndar má segja að ástandið sl. 4-5 ár hafi verið óvenjulegt, jafnvel óeðlilegt. Atvinnulífið var drifið áfram af háu gengi krónunnar og nægu aðgengi að ódýru fjármagni. Þetta tvennt er horfið og nokkuð augljóst að atvinnulífið og heimilin í landinu munu bíða skaða af.

Margir hafa gert mistök. Ekki bara bankamenn, svo kallaðir útrásarvíkingar og stjórnmálamenn. Margir stjórnendur gerðu einnig mistök sem og einstaklingar. Þetta hefur þau áhrif að mörg fyrirtæki og heimili horfa fram á mikla erfiðleika næstu vikur og mánuði.

Því er ekki forgangsmál að finna þá sem gerðu MESTU mistökin. Það þarf að bíða seinni tíma. Það sem skiptir höfuðmáli nú er að tryggja atvinnustig í landinu og þar með afkomu heimilana. Margt þarf að gera fyrir fyrirtækin en einnig þarf að grípa til aðgerða sem snúa að heimilunum. Eitthvað hefur verið gert en þær aðgerðir eru takmarkaðar. Til að atvinnulífið virki þarf margt annað en fjármagn þó mikilvægt sé. Fyrirtækin þurfa starfsfólk sem af fullu afli vinnur að þeim verkefnum sem fyrirtækið hefur með að gera. Fólk sem hefur miklar fjárhagsáhyggjur er ekki með fullan huga við vinnuna og þar með ekki eins góðir starfsmenn og annars.

Ein leið sem hægt er að fara, og er óvenjuleg, er sú að Ríkið leysi til sín öll gengistryggð húsnæðislán og endurláni heimilum í íslenskum krónum. Þá eru heimilin komin í "eðlilegt" ástand og þá líklegra að fólk sjái fram úr efnahagslegri stöðu sinni og geti þar með einbeitt sér að því að sinna sínum skyldum.
Annað sem ætti að gera er að gefa fólki kost á að leysa út séreignarlífeyrissparnað sinn. Það er nánast réttlætismál.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Held að þessi hugmynd um að ríkið innleysi gengistryggðu lánin fyrir íslenskt sé alvarlega vanhugsað hjá þér. Hver heldur þú að vilji að gengislán sem var 10millj. að höfuðstól við töku en er stendur nú í 20 milljónum vilji festa það í þeirri upphæð og verðtryggingu á það?

Vilja menn ekki bara vona að krónan hækki og höfðustóll gengislánssins lækki? Sú von er fyrir bí í þinni hugmynd.

Kristinn (IP-tala skráð) 22.11.2008 kl. 10:51

2 identicon

Eins og sést þá setti ég eðlilegt innan gæsalabba. Það þyrfti að sjálfsögðu að taka þetta yfir á "réttu" gengi.

Það er vonandi að þetta jafni sig allt saman. Margir hafa þó efasemdir um það.

Þórhallur (IP-tala skráð) 1.12.2008 kl. 16:21

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband