Háskólatorgið...

...hefur slegið í gegn!

Nýjustu byggingar Háskóla Íslands, Háskólatorg, Tröð og Gimli hafa slegið í gegn ef marka má þann fjölda nemenda og gesta sem dvelja þar löngum stundum. Þetta á ekki síst við nú í aðdraganda prófa en lesaðstaða fyrir nemendur batnaði mikið með tilkomu þessara bygginga. Þessa aðstöðu hafa nemendur nýtt sér vel í prófaundirbúningi.

Reyndar hefur komið í ljós að nemendur úr öðrum háskólum, einna helst frá Háskólanum í Reykjavík, hafa sóst eftir að nýta sér þessa aðstöðu. Þetta kemur dálítið undarlega fyrir sjónir í ljósi þess að Háskólinn í Reykjavík hefur hampað frábærri aðstöðu fyrir nemendur og gengið svo langt í nemendakynningum að segja að aðstaðan í Háskóla Íslands sé ömurleg!

Svo virðist sem sumir nemendur HR séu þessu ekki sammála... 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband