Háskóli Íslands nýtur mikils traust!

Í nýlegri könnun MMR á trausti almennings til helstu stofnana samfélagsins kemur fram að Háskóli Íslands er sú stofnun sem borið er mest traust til. Tæp 77% bera frekar eða mjög mikið traust til skólans og aðeins 3.4% bera frekar eða mjög lítið traust til hans.

Til samanburðar þá bera 63.5% traust til Háskólans í Reykjavík og tæp 7% bera lítið eða mjög lítið traust til hans. Ekki kemur á óvart að þær stofnanir sem kenndar eru við bankahrunið koma mjög illa út í þessari könnun en innan við 10% bera traust til Seðlabankans, bankakerfisins og Fjármálaeftirlitsins og litlu fleiri bera traust til Alþingis.

Nánar má sjá upplýsingar hér


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband