Að fara í Jólaköttinn...

...hefur ætíð þótt fremur slæmt. Hugsunin á bakvið hugmyndina er sú, eins og flestir vita, að fá ekki þann viðurgjörning um jól sem maður var vanur að fá eða átti von á.

Nú er hætt við að einn og einn fari í köttinn þann alræmda. Ákveðnar stéttir hafa verið drifnar áfram af gildum bónusgreiðslum sem alla jafna hafa verið greiddar út um jól eða áramót. Hætt er við að bónus ársins 2008 verði í rýrara lagi. Maður veit þó aldrei, ég hef satt að segja aldrei áttað mig á forsendum þessara greiðsla. 

Ég er að sjálfsögðu ekki mótfallinn þeirri hugmynd að umbuna fólki fyrir vel unnin störf. Það mætti jafnvel taka upp þann sið á fleiri sviðum. Margir starfsmenn vinna frábært starf án þess að nokkur sjái ástæðu til þess að umbuna fyrir það, amk ekki peningalega. Þetta fólk fær bara sín laun sem oftar en ekki eru frekar lág. Þar er það hinn andlegi auður sem öllu skiptir.

Ég hef lengi verið þeirrar skoðunar að ef það á að umbuna fyrir fyrir vel unnin störf eða árangur, þá ætti einnig að "refsa" fyrir illa unnin störf eða slælegan árangur. Fáir eru mér þó sammála. Flestir líta á það sem næga "refsingu" að fá ekki bónus eða lægri bónus en í fyrra. 

 Gleðileg jól!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband