Enn um efnahagsaðgerðir

Það var dálítið undarlegt að hlusta á tvo fyrrum kollega og vini karpa um lausnir á vanda heimila á Stöð 2 nú í kvöld. Kom reyndar ekkert á óvart að þeir væru ósammála, þetta var eins og maður væri kominn á kaffistofuna í Odda.

Ég verð að viðurkenna að ég hallast frekar að sjónarmiðum Gylfa en Tryggva. Þekki þó Tryggva það vel að ólíklegt er að hans hugmyndir séu tóm vitleysa. Bíð spenntur eftir að lesa skýrslu hans og félaga þar sem hugmyndin er útskýrð.  Minnir reyndar að Framsóknarflokkurinn eigi hugmyndina. En það er auðvitað algjört aukaatriði í málinu.

Kannski er þetta spurning um réttlæti og sanngirni frekar en lausnir á efnahagsvanda. Er rétt og sanngjarnt að fella niður skuldir hjá fólki sem hefur hagað sér með mjög óábyrgum hætti? Er rétt og sanngjarnt að fella niður skuldir sumra en ekki allra. 20% niðurfelling skulda á alla er ekki niðurfelling skulda á alla! Það vill svo til að til eru heimili sem skulda lítið sem ekki neitt. Þessi heimili lögðu jafnvel mikið á sig til að greiða niður skuldir til að verða ekki verðbólgubálinu að bráð. Losuðu allan sparnað og greiddu niður skuldir. Takmörkuðu þar með verulega svigrúm til fjárfestinga og neyslu.

Fyrir þessi heimili hljómar hugmyndin um 20% flatann niðurskurð afar illa. Kannski væri rétt að leggja inn á reikning skuldlítilla heimila upphæð sem samsvaraði meðalniðurfellingu hjá skuldurum! 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband