Efnahagsaðgerðir

Öllum má ljóst vera að kosningar eru framundan. Frambjóðendur á markaði bjóða fram hugmyndir sínar til lausnar efnahagsvandanum og virðast sumar góðar, aðrar verri.

Verð að viðurkenna að ég skil ekki þá hugmynd sem gengur út á það að fella niður að hluta skuldir hjá fólki sem ekki á í fjárhagslegum vandræðum. Hvernig leysir það vandann og fyrir hvern? Þetta munu væntanlegir frambjóðendur örugglega útskýra fyrir okkur kjósendum á næstu dögum og vikum.

Ég myndi auðvitað glaður þiggja 20% niðurfellingu skulda. Hef bara ekkert með það að gera. Nær væri að aðstoða fólk sem á í fjárhagslegum vandræðum og hefur hagað sér sæmilega skynsamlega í sínum fjármálum.

Hugmyndin virðist því ganga út á það að vera öllum allt, en um leið engum neitt!!

...en kannski selur þetta! 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband