Almannatengsl á erfiðleikatímum

 Þann 10. október 2008 skrifaði ég pistil um almannatengsl á erfiðleikatímum. Ástæðan var sú að mér ofbauð hvernig stjórnvöldu stóðu að þeim málum í kjölfar efnahagshrunsins. 

Því miður virðist mér lítið vera að gerast í þessum málum. Vissulega hafa stjórnvöld haldið stöku blaðamannafund og ráðið sér talsmenn með munninn fyrir neðan nefið. Mitt mat er að fátt er að gerast sem flokka má sem fagleg almannatengsl. Ástæðan virðist vera sú að stjórnvöld stórlega vanmeta þennan þátt. Það verður svo til þess að ekki er rétt að málum staðið. 

Eitt af því sem má ekki gleyma er að almannatengsl er eitthvað sem maður byggir upp. Eins og orðið bendir til þá er um að ræða tengsl við almenning. Það er of seint að ætla að fara að stunda almannatengsl þegar erfiðleikar steðja að. Það er þá sem maður notar inneignina sem byggð hefur verið upp. Vandi stjórnmálamanna er að fólk almennt, þ.e. almenningur, ber lítið traust til þeirra. Það er því mjög auðvelt fyrir þá sem vilja að sá fræum ótta og efa. 

Þeir sem hafa áhuga á þessum pistli mínum geta séð hann hér

 

 

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband