Opinber starfsemi

Opinber starfsemi hefur lengi verið mér hugleikin. Bæði hafa rannsóknir mína snúist um hið opinbera en einnig hef ég áralanga reynslu sem starfsmaður hjá opinberu fyrirtæki eða stofnun.

Nokkrar vangaveltur eru um hvaða starfsemi eigi að vera í höndum hins opinbera og hvaða starfsemi í höndum einkageirans. Eru þeir þá gjarnan kenndir við vinstrimennsku sem vilja veg hins opinbera sem mestan á meðan hægrimenn vilja frekar sjá starfsemina í höndum einkageirans.

Það er erfitt að segja til um hvað eigi að vera í höndum hins opinbera og hvað ekki enda eru gjarnan um pólitíska ákvörðun að ræða. Pólitíkin tekur hins vegar ekki alltaf skynsamlegar ákvarðanir þó svo að vissulega komi það fyrir. Mikilvægt er að leyfa rekstrarlegum sjónarmiðum einnig að koma að þeirri ákvörðun. Slæmt er að einkavæða eitthvað bara af þeirri ástæðu að maður hefur þá pólitísku trú að starfsemi sé betur komin í höndum einkaaðila en hjá hinu opinbera. Í raun er fátt sem bendir til þess. Jafnslæmt er að ætla hinu opinbera óeðlilega hátt hlutfall í starfsemi bara af því að maður treystir ekki einkaaðilum fyrir henni.

Mér finnst mikilvægt að hafa í huga að það er ekki lögmál að einkaaðili geri hlutina betur en opinber aðili. Opinber starfsemi þarf vissulega að temja sér nútímalega starfshætti en á ekki að vera að vasast í samkeppnisrekstri. Samkeppnishugtakið er hins vegar ekki alltaf augljóst og hvað sem menn kunna að segja þá er það mín skoðun að samkeppni er ekki alltaf af hinu góða. Það á sérstaklega við þegar menn missa sjónar af því megin viðfangsefni að skapa viðskiptavinum sínum sem mestan ábata en láta þess í stað eigin ávinning ganga framar öllu.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband