Villan við viðskiptafræði!

Í kjölfar efnahagshrunsins hafa komi fram ótrúlegar ranghugmyndir um eðli og viðfangsefni viðskiptafræðinnar. Hefur þetta gengið svo langt að einn og einn hefur látið sér detta í hug að efnahagshrunið hafi verið viðskiptafræðinni og/eða viðskiptafræðingum að kenna! Þetta er alrangt og bera sjónarmið sem þessi vott um alvarlegan þekkingaskort á viðfangsefnum viðskiptafræðinnar.

Vðskiptafræðin er ekki ein grein heldur nokkrar fræðigreinar. Þar undir eru greinar eins og stjórnun, fjármálafræði, reikningshald og endurskoðun, markaðsfræði, rekstrarstjórnun og mannauðsstjórnun. Þetta hefur það í för með sér að viðskiptafræðin er fjölmenn grein og vinsæl og verður það eflaust áfram.

Viðskiptafræðingar fást við rekstur. Sumir í einkageiranum aðrir hjá hinu opinbera. Á meðan við stundum e.k. rekstur verður alltaf þörf fyrir fólk með góða viðskiptafræðimenntun. Viðfangsefnin er ólík og fjölbreytt. Sumir eru framkvæmdastjórar, sumir fjármálastjórar, sumir endurskoðendur og enn aðrir eru markaðsstjórar. Viðfangsefnin krefjast þess að viðkomandi hafi góðan grunn í almennri viðskiptafræði og hafi sérhæft sig í einhverri af hinum fjöldamörgu undirgreinum hennar.

Ég vil því halda því fram að það hefi verið VEGNA viðskiptafræðinnar sem efnahagskerfið hér hrundi heldur miklu heldur vegna SKORTS á góðri viðskiptafræði. Alltof margir hafa verið að vasast í viðskiptum án þess að hafa grundvallarskilning á eðli þeirra. Því sé aldrei eins mikilvægt og nú að kenna fólki góða viðskiptafræði. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jenný Stefanía Jensdóttir

Mér eru sérlega minnistæð kveðjuorð próf. Brynjólfs  Sigurðsson sem hann viðhafði í lokahófi nýútskrifaðra viðskiptafræðinga 1989. Þau hljómuðu á þessa leið:

" Í margvíslegum störfum ykkar í framtíðinni, munu þið þurfa að takast á við vafasamar ákvarðanir sem falla ef til vill ekki að ykkar skoðunum eða siðferði.  Ég bið ykkur að ígrunda vel áður en framkvæmt er, og að sú ígrundun sé í fullri sátt og samræmi við ykkur sjálf."

Jenný Stefanía Jensdóttir, 12.8.2009 kl. 21:47

2 Smámynd: Þorsteinn Sverrisson

Ég er einmitt oft undrandi á þvi hvað viðskiptafræðingar (eða öllu heldur hagfræðingar) geta verið ósammála um atriði sem manni finnst að ættu að vera algjör grundvallaratriði í fræðunum.  T.d. hvort við þurfum að hafa mikinn eða lítinn gjaldeyrisforða, hvort krónan sé góð eða slæm, hvort það sé hægt að taka upp evru os.frv.  Ég er stundum að spá í hvers vegna er verið að kenna þetta fyrst það er ekki hægt að fá neina einhlíta niðurstöðu í neinu máli.  Er þá ekki alveg eins gott að kasta teningum?

Þorsteinn Sverrisson, 12.8.2009 kl. 21:50

3 Smámynd: Guðbjörn Guðbjörnsson

Þorsteinn:

Þetta er hægt að segja um flestar fræðigreinar.

Ég minnist þess sérstaklega þegar faðir minn fékk fyrsta hjartaáfallið sitt, líklega árið 1969 eða 1970. Þá var hann geymdur í rúminu vikum saman og mátti ekki hreyfa sig.

Síðan veiktist hann nokkrum árum síðar og þá voru læknarnir þeirrar skoðunar, að best væri fyrir sjúklinga að fara sem fyrst á fætur aftur eftir veikindi!

Ég hefði áhuga á að vita hvað menn segja um "fljótandi krónu í opnu hagkerfi".

Sumir segja að tilraunin hafi mistekist, en núverandi seðlabankastjóri sagði í gær að vitanlega þyrfti að fleyta krónunni aftur, fast gengi kæmi ekki til greina og væri ekki í samræmi við EES samninginn.

Nú er úr vöndu að ráða? Evru eða dollar eða krónu? ESB eða áframhaldandi EES o.s.frv.

Sum mál eru ekki fræðilegs eðlis, heldur pólitísks eðlis. Þannig vissi enginn hvað raunverulega myndi gerast þegar evran var tekin upp, þegar sameiginlegi markaðurinn var settur á innan ESB o.s.frv.

Hvorutveggja hefur heppnast mjög vel, líkt og EES samningurinn var okkur til gagns og gróða, þar til einhverjir glæpamenn misnotuðu bankakerfið hjá okkur og eftirlitsstofnanir okkar unnu ekki vinnuna sína!

Guðbjörn Guðbjörnsson, 12.8.2009 kl. 22:34

4 identicon

Ég er á því að ástæðan fyrir að illa fór var að of mikið af óreyndu fólki var við stjórnvölin í bland við mikla græðgi, auk þess að það vantaði langtíma hugsun og framtíðarsýn hjá þeim sem stjórnuðu "efnahagsundrinu".

Að auki var mikil áhersla lögð á að ráða sem yngst fólk í lykilstöður.  Æskudýrkunin var orðin svo yfirgengileg að ef menn voru orðnir eldri en 35 ára, áttu þeir engan möguleika á að fá vinnu í t.d. banka.

Þar að auki var of mikið um að vinir væru að redda vinum vinnu, auk þess að heilu fótboltafélagarnir, saumaklúbbarnir og vinkonu/vinahóparnir hrúguðust í t.d. bankan, jafnvel þó að viðkomandi hefðu hvorki hæfileika né reynslu í viðkomandi störf.  Hér var sem sagt ekki um faglegar ráðningar að ræða.

Til að kóróna þetta voru verkfræðingar farnir að taka yfir störf sem viðskiptafræðingar áttu réttilega að sinna. 

Með fullri virðingu fyrir verkfræðingum, þá eru þeir afbragðs fagmenn, en ekki endilega í viðskiptaleg störf.

Sjáið þið t.d. fyrir ykkur ef viðskiptafræðingur sæi um verklegar framkvæmdir við byggingu mannvirkja, t.d. við byggingu háhýsis, brúa og annarra mannvirkja þar sem huga þarf að burðarþoli, eða ýmsu tæknilegum og verkfræðilegum atriðum og útreikningum. 

Haldið þið að  t.d. háhýsi þar sem viðskiptafræðingur var yfirverkfræðingur við hönnun og byggingu á myndi ekki hrynja fyrr eða síðar? 

Það voru nú verkfræðingar sem stjórnuðu einum af þremur stærstu bönkum landsins sem hrundi svo með braki.

Ekki skilja mig svo að ég sé að gera lítið úr verkfræðngum, þeir eru afbragðs fagmenn, en einungis í störfum þar sem krafist er verkfræðiþekkingar, þ.e.a.s. við tækni- og verklegar framkvæmdir.

Knútur J. Arnarson (IP-tala skráð) 12.8.2009 kl. 22:43

5 Smámynd: Jenný Stefanía Jensdóttir

Tek undir með Knúti með sömu virðingu fyrir verkfræðingum.  Prýðileg samlíking.

Nýjasta starfsgreinin í þessum fræðum kallaðist "fjármálaverkfræði".  Er svo gömul í hettunni að ég skildi aldrei hvers konar fræði það voru, en afurðin voru líklega þessir skelfilegu skuldabréfavafningar og vogunarsjóðir og skortstöðufræði.

Jenný Stefanía Jensdóttir, 13.8.2009 kl. 00:13

6 Smámynd: Guðbjörn Guðbjörnsson

Ekki gleyma lögfræðingum, sem stjórnuðu bönkum, Seðlabankanum og allri stjórnsýslunni - sama hvort það er Landhelgisgæslan, lögregluembætti, Fangelsismálastofnun eða eitthvað annað!

Ef menn eru lögfræðingar á Íslandi þá virðast þeir hafa vit á öllu! Hver stjórnar Fiskistofu - lögfræðingur!

Guðbjörn Guðbjörnsson, 13.8.2009 kl. 16:20

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband