Ákvarðanafælni!

Ég hef stundum sagt að hlutverk stjórnenda snúist að miklu leyti um eitt viðfangsefni en það er að taka ákvarðanir. Sumun finnst þetta fullmikil einföldun en ég hef ákveðið að halda mig við þessa skoðun. Hvernig sem er þá er það hlutverk stjórnenda að taka ákvarðanir og að mínu viti er fátt verra í stjórnun en stjórnendur sem virðast ófærir með að taka ákvarðanir.

Vissulega getur verið vandasamt að taka góðar ákvarðanir og mjög mikilvægt er að ákvörðun fylgi framkvæmd. Fyrir margt löngu vann ég við að hjálpa fólki við að koma lagi á eigið líf. Þar var lögð áhersla á þriggja skrefa ferli, að hugsa, taka ákvörðun og framkvæma. Mikilvægt er að það sé jafnvægi á milli þessara þriggja skrefa og ekkert eitt skref er mikilvægara en annað. Ofuráhersla á eitt skref á kostnað hinna er ekki líklegt til árangurs. 

Þannig er hægt að eyða mjög miklum tíma í að hugsa um að gera eitthvað. Velta hlutunum lengi fyrir sér en forðast það að taka ákvörðun. Láta hins vegar líta svo út sem verið sé að taka ákvörðun og gera heilmikið í málunum en vera í raun ekki að gera neitt. Þetta er stundum kallað Busy doing nothing! Einnig er hægt að taka vanhugsaðar ákvarðanir og verst af öllu er að framkvæma eitthvað sem er óhugsað, án markmiða og ekki hluti af einhverju heildstæðu plani.

Þetta þykir mér stundum einkenna ástandið nú!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband