Drunur vegsældar!

Maður hefur verið frekar hnugginn síðustu vikur og mánuði. Allt virðist vera í kyrrstöðu og lítið að gerast  í atvinnulífi og atvinnuuppbyggingu. Menn gera jafnvel alvarlegar athugasemdir við fjárfestingar útlendinga hér á landi! Það er eins og útlendingar eigi bara að fá að kaupa það sem við höfum ekki áhuga á að eiga.

Vinnustaður minn, Háskóli Íslands, er rétt við flugvöllinn eins og flestir eflaust vita. Árið 2007 kom það gjarnan fyrir að maður þurfti að gera hlé á máli sínu vegna þess að einkaþotur auðmanna, kannski rétt að segja fyrrum, voru ýmist að lenda eða hefja sig til flugs með tilheyrandi hávað og látum. Þessar drunur vegsældar hef ég ekki heyrt lengi.

Í dag varð ég hins vegar vitni af því að einkaþota tók sig á loft með tilheyrandi drunum og hávaða. Ég horfði á vélina og fann fyrir bjartsýni. Frábært! Loksins er eitthvað almennilegt að gerast hér! Nú er þetta allt að koma!

...en svo varð ég kvíðinn!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

já maður verður óneitanlega kvíðin, þegar fyrirtæki í almannaeigu, eru seld erlendum aðilum á undirverði, og með nokkurskonar kúluláni,maður verður kvíðin, því sporin hræða.

Minnir óneitanlega mikið á það, þegar Landsbankinn og hinir bankarnir voru seldir, með þeim góða árangri að landið er eitt hið skuldsettasta í veröldinni.

signy Hafsteinsdóttir (IP-tala skráð) 3.9.2009 kl. 12:00

2 identicon

Ég deili með þér áhyggjum um komandi vetur. Öll getum við sammælst um framkvæmdir sem koma heimilum og fyrirtækjum til góða. Hins vegar deili ég ekki með þér eftirsjánni á árinu 2007 þar sem glymur og læti fylgdu einkaþotum útrásarvíkinga sem keyptar voru fyrir loftbólupeninga. Vel upplýstur og menntaður maður eins og þú ættir að skilja það vel. Afturhvarf til útrásartímabilsins gefur okkur með engu móti þá tilfinningu að þetta sé allt saman að koma hjá okkur. Þegar þættir eins og græðgi, klíkuskapur, fjölskyldutengsl og viðskiptaleynd munu víkja fyrir heiðarleika, jafnræði og samkennd mun samfélag okkar fyrst taka á sig  heilbrigða mynd. Fjöldi einkaþotna segir ekkert til um það.

Þórður Þ. Sigurjónsson (IP-tala skráð) 3.9.2009 kl. 12:42

3 identicon

Gjörsamlega ósammála hvernig þú túlkar vegsæld, og reyndar fyllir mig kvíða ef verið að kenna næstu kynslóð viðskiptafræðinga þessa túlkun. 

Hjartanlega sammála Þórði hins vegar, vel orðað hjá honum.  En sammála ykkur báðum um að kvíði komandi vetri, verður erfiður.

ASE (IP-tala skráð) 3.9.2009 kl. 14:14

4 identicon

Einhvernveginn finnst mér þessi bloggfærsla hluti af meinsemdinni sem við var/er að eiga fremur en nokkru öðru. Menn seldu frá sér ráð og rænu; allt í nafni atvinnuuppbyggingar og erlends fjármagns og nú á að endurtaka leikinn og fá enn eitt hagkerfið að láni bara svo "drunur vegsældar", sem bloggari kallar svo, fái heyrst á ný. Bloggari virðist ekki hafa áttað sig á því, að umræddar drunur voru lítið annað en tómahljóð þess, sem kallað hefur verið "borrowed economy" og fólu í sér síðasta andvarp ósýnilegu handarinnar sem.....

Grútur (IP-tala skráð) 3.9.2009 kl. 18:15

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband