Smálán!
9.10.2009 | 19:20
Fyrirtækið Kredia ehf hefur tekið upp á því að bjóða fólki það sem fyrirtækið kýs að kalla smálán. Á heimasíðu fyrirtækisins kemur fram:
Kredia ehf. var stofnað til að auðvelda aðgang almennings að smálánum. Það er markmið Kredia að viðskiptavinir njóti ætíð skjótrar og góðrar þjónustu, einfaldlega og örugglega með nýtingu nútímatækni.
Kredia vill bjóða aðra möguleika í lánaviðskiptum. Þjónustan er áþekk lánaþjónustu bankanna eða kreditkortaþjónustu, en þó þarf ekki að stofna reikning eða greiða árgjöld eða önnur gjöld tengd viðskiptunum. Viðskiptavinir greiða eingöngu gjald fyrir hvert lán fyrir sig.
Þetta er út af fyrir sig áhugavert og gott svo langt sem það nær. Mér er þó til efs að það sem er mikilvægt einmitt núna sé að auðvelda almenningi aðgengi að smálánum en hver og einn verður að sjálfsögðu að gera það upp við sig.
Áður en slíkt lán er tekið ættu menn þó að skoða kjörin vel. Fyrir 10.000 kr. í 15 daga greiða lántakendur kr. 2.500. Ef sama lán er tekið í aðra 15 daga, þ.e. einn mánuð, greiðir lántakandinn kr. 5.000. Sé lánið tekið í eitt ár er kostnaðurinn (vextirnir) kr. 60.000.
Þetta þætti einhversstaðar nokkuð háir vextir!
Athugasemdir
Ég held að það þyrfti að fara að endurvekja gömlu okurvaxtalögin.
Þórir Kjartansson, 10.10.2009 kl. 10:46
Kredia ehf. var stofnað til að auðvelda aðgang almennings að smálánum??
Kredia ehf. var stofnað til að græða peninga á erfiðum tímun hjá fólki með aðgang almennings að smálánum á okur vöxtum
þarna búinn að laga þetta..
LS.
LS (IP-tala skráð) 10.10.2009 kl. 14:34
Hvernig fer eg að sækja um smalan t.d.75.000 og hvað gæ eg það i langan tima.kv. Guðjon Sigurðsson
Guðjón Sigurðsson, 10.10.2009 kl. 15:33
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.