Ölvaður Ögmundur!

Innslag Kastljóss sl. föstudagskvöld þykir mér eitthvað það alundarlegasta sem fram hefur komið í fjölmiðlum síðustu vikur og mánuði. Í inngangi er því haldið fram að Ögmundur hafi verið undir áhrifum áfengis við atkvæðagreiðslu og sterklega gefið til kynnað að það "ástand" hafi þá væntanlega haft áhrif á þann gjörning.

Ég tek fram að ég er enginn sérstakur vildarvinur Ögmundar og ekki er ég að mæla með því að fólk sé almennt drukkið í vinnunni. Hér þykir mér hins vegar nokkuð langt gengið. Var Ögmundur ölvaður? Dugar að drekka 1-2 vínglös með mat til að réttlæta það að tilkynna alþjóð að viðkomandi hafi verið drukkinn í vinnunni? Vissi dagskrárgerðarfólk eitthvað um þetta og var eitthvað í framferði þingmannsins sem gaf tilefni til að upplýsa þjóðina með þessum hætti?

Ég er einn af þeim fjölmörgu sem bera traust til RÚV. Þessi fréttaflutningur þykir mér hins vegar fyrir neðan allar hellur. Ég dreg stórlega í efa að sú mynd sem dregin var upp af Ögmundi eigi rétt á sér. Í mínum huga ber þessi fréttaflutningur því merki vinnubragða sem eru ekki RÚV til sóma.

Ef þetta er skilningur fjölmiðlamanna á gegnsæi og að hafa allt upp á borðinu þykir mér það ágæta fólk vaða í villu. Væri ekki nær að eyða aðeins meiri tíma í einstök mál og fjalla um það sem raunverulega skiptir máli. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurbjörg Eiríksdóttir

Tek undir hvert orð. Gæti trúað að mikill meirihluti þjóðarinnar geri það. Ómar Ragnarsson sá ágæti bindindismaður, bloggar líka í þessa veru.

Sigurbjörg Eiríksdóttir, 20.12.2009 kl. 13:46

2 Smámynd: Flosi Kristjánsson

Þetta var afskaplega furðuleg umfjöllun hjá Kastljósinu og endaði í raun í lausu lofti.

Flosi Kristjánsson, 20.12.2009 kl. 17:09

3 Smámynd: Gunnlaugur I.

Sæll Þórhallur.

Flott grein hjá þér. Þessi umfjöllun Kastljóss var lágkúruleg árás á einhvern ærlegasta og heiðarlegasta þingmann Alþingis.

Gunnlaugur I., 20.12.2009 kl. 18:42

4 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

  Menning Íslendinga hefur breyst og þykir sjálfsagt að dreypa á léttvíni með mat,það gerir engan ölvaðan.  Það vita allir að Ögmundur er heiðarlegur,matur og rauðvínsglas breytir honum ekki.

Helga Kristjánsdóttir, 21.12.2009 kl. 01:23

5 Smámynd: Guðbjörn Guðbjörnsson

Algjörlega sammála þér!

Guðbjörn Guðbjörnsson, 21.12.2009 kl. 11:16

6 Smámynd: Einar Björn Bjarnason

Tek undir þetta, - en bendi á, að ég hef ekki lengur trú á fréttaumfjöllun RÚV.

Reyndar, hefur mér þótt hún svo léleg, að oft hefur mér fundist gagnlegra að skoða fréttir af Íslandi, í erlendum fjölmiðlum.

Kv.

Einar Björn Bjarnason, 22.12.2009 kl. 00:38

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband