Ímynd banka og sparisjóða

Þessa dagana er ég og félagi minn, Friðrik Eysteinsson aðjúnkt við HÍ, að vinna að grein um áhrif bankahrunsins á ímynd banka og sparisjóða.

Í greininni er fjallað um afmarkaðan þátt í kjölfar hruns íslensku bankanna 2008, þ.e. ímynd þeirra. Fjallað er almennt um hvernig ímynd verður til og hvernig markaðsstarf hefur þróast í þá átt að beina tilboði skipulagsheildar að vel skilgreindum markhópi og leggja áherslu á að mynda tengsl við hann. Í rannsókninni er bæði lagt mat á ímynd einstakra banka í samanburði við aðra og þróun meðaltals ímyndarþátta fyrir einstaka banka og greinina í heild. 

Megin niðurstaða rannsóknarinnar er að ímynd Landsbankans virðist hafa skaðast mest í kjölfar bankahrunsins. Eftir hrunið tengist bankinn sterkar við spillingu en áður en fyrir það tengdist hann sterkt við eiginleika eins og traust og samfélagsleg ábyrgð. Bankahrunið virðist ekki aðeins hafa skaðað tiltekin vörumerki á markaðinum heldur hefur atvinnugreinin sem slík orðið fyrir miklum ímyndarlegum skaða. Meðaleinkunn jákvæðra eiginleika lækkar umtalsvert á meðan að meðaleinkunn eiginleika eins og spilling hækkar mikið hjá öllum bönkunum. Spilling virðist því vera sá eiginleiki sem helst einkennir íslenskan bankamarkað eftir bankahrunið.

Vinnupappír sem byggir á þessari rannsókn má sjá hér. Fleiri greinar um svipað efni má sjá á heimasíðunni minni undir <Rannsóknir>


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband