IceSave samþykkt!

Alþingi hefur samþykkt lög um ríkisábyrgð á Icesave-samkomulaginu, 33-30. Maður veit varla hvort rétt er að hlægja eða gráta. Maður veit ekki einu sinni hvort málið er að byrja eða enda. Ég er líklega einn af ófáum sem er algjörlega búinn að fá nóg af þessu máli. En það er auðvitað munaður sem t.d. alþingismenn geta ekki veitt sér.

Framkoma sumra alþingismanna hefur að mínu viti ekki verið til þess fallin að auka virðingu almennings fyrir Alþingi. Stöðugt argaþras í nafni þjóðarheilla er ekki trúverðugt. Vonandi tekst þessu ágæta fólki að ná áttum. 

...ekki veitir af.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

Samfylkingarþingmenn eru dregnir áfram af þeirri sannfæringu að samþykkt ríkisábyrgðarinnar liðki fyrir og auki líkur á hraðferð inn í Evrópusambandið og V-grænir af ótta við að áratuga draumur um hreina vinstristjórn renni út í sandinn.

Það er ekki Icesave sem er áfall, heldur ríkisstjórnin

Gunnar Th. Gunnarsson, 31.12.2009 kl. 00:51

2 Smámynd: Níels Steinar Jónsson

Við tökum bara á gamla okkar og borgum draslið. Það er skylda okkar að sjá til þess að börnin og barnabörnin þurfi ekki að draga þennan ósóma á eftir sér. Ég hef meiri áhyggjur af annari útkomu þessa hruns. en það er siðferði þeirra sem vísa frá sér sök á hörmulegri fyrirmynd. Sem betur fer hafa börnin mans borið gæfu til að sjá að sú mynd sem við okkur blasti af peningaspjátrungum með stjórnmálamenn í broddi fylkingar , var einungis sorglegt slys. Nú er það okkar að fylgja því eftir af fullum þunga að kenna börnum okkar þau gildi sem máli skifta.  Okkur vantar eithvað sem hefur verið bannað í fjölda ára. Heitir það ekki forsjáryggja?

Níels Steinar Jónsson, 31.12.2009 kl. 09:21

3 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

Forsjárhyggja ... nei takk!

Hugmyndafræði kommúnista er ekki það sem við þurfum í dag

Gunnar Th. Gunnarsson, 31.12.2009 kl. 12:29

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband