Ákvarðanafælni!

Ákvarðanafælni er óheppilegur löstur sumra stjórnenda. Hvort sem þeim líkar það betur eða verr þá þurfa stjórnendur reglulega að taka ákvarðanir. Sumar eru vandasamar og í eðli sínu flóknar. Sumar jafnvel óþægilegar.

Það að forseti Íslands skuli ekki hafa treyst sér til að taka afstöðu til laga um ríkisábyrgð vegna Icesave samkomulagsins kemur á óvart. Málið hefur verið til umfjöllunar á Alþingi lengur en nokkurt annað mál og fátt sem er óljóst við það. Vitað er að stjórnarandstaðan var á móti málinu sem og hópar í samfélaginu. Allt þetta hefur legið fyrir í langan tíma og ekkert óvænt við það.

Það er hálfgerð móðgun við almenning að eyða meiri tíma í þetta mál. Forsetinn þarf að taka ákvörðun. Ef hann treystir sér ekki til að staðfesta lögin þá er það niðurstaða.
Ef forsetinn kýs hins vegar að nota þetta mál til að baða sig í ljósi fjölmiðla þá eru það frekar óheppilegt.

...en ekkert kemur manni lengur á óvart í þessu máli!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband