Forseti í vanda!

Forseti lýðveldisins er verulegur vandi á höndum. Annað hvort þarf hann að staðfesta lög um ríkisábyrgð vegna Icesave samkomulagsins eða ekki. Hann getur ekki þvælt málinu á undan sér án ákvörðunar eins og sumum stjórnmálamönnum virðist tamt.

Vandinn er tvíþættur...

Ef hann staðfestir ekki lögin taka þau samt sem áður gildi en verður vísað til þjóðaratkvæðagreiðslu. Ríkisstjórnin þyrfti þá væntanlega að segja af sér og hætt er við að vinstri vinir forsetans eigi erfitt með að fyrirgefa þann gjörning. En maður veit þó aldrei.

Ef hann staðfestir lögin þá taka þau gildi, stjórnin heldur velli og allir kátir á því heimili. Kannski réttara að segja flestir. Vandinn við þessa ákvörðun er að þá þyrfti líklega forsetinn að segja af sér. Miðað við viðmið og ummæli þegar forsetinn neitaði að staðfesta fjölmiðlafrumvarpið þá er honum varla stætt á öðru. 

Ég spái því þó að forsetinn staðfesti lögin en segi ekki af sér. Ber væntanlega fyrir sig þjóðarhag og almannaheill. Verð að viðurkenna að ég er dálítið spenntur að sjá hvernig hann ætlar að leysa þetta þraut.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þorsteinn H. Gunnarsson

Úr stjórnarskrá:

25. gr. Forseti lýðveldisins getur látið leggja fyrir Alþingi frumvörp til laga og annarra samþykkta.

Forsetinn getur byrjað á að leggja fyrir Alþingi frumvarp um þjóðaratkvæðagreiðslu. Sjá hvernig því reiðir af og bíður átekta á meðan með Icesave.

Í gildi eru lög um Icesave svo það liggi á hreinu.

Stjórnarskrá okkar er dularfullt plagg og margar smugur í henni.

Þannig hafa Bessastaðamenn helmingi minni atkvæðisrétt til Alþingiskosninga en Hólamenn í Hjaltadal.

Þorsteinn H. Gunnarsson, 2.1.2010 kl. 09:54

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband