Nú væri gott...

...að eiga áburðarverksmiðju. Í fjölmiðlum er fjallað um vanda bænda sem m.a. tengist háu áburðarverði. Um áraraðir var hér á landi rekin áburðarverksmiðja og unnu þar vel á þriðja hundrað manns þegar mest var. Notað var innflutt hráefni en innlent vinnuafl og innlend orka. Áburðarverksmiðjan í Gufunesi var því mjög stórt fyrirtæki á sínum tíma.

Fyrir nokkrum árum var þessi verksmiðja einkavædd en hún var í eigu ríkisins fram að því. Niðurstaðan varð sú að smátt og smátt lagðist framleiðsla á áburði af hér á landi. Áburður var þess í stað fluttur inn og á einhverjum tíma var það hagkvæmt. Fyrir hvern er hins vegar ekki alveg ljóst.

Eftir standa hrörlegar byggingar, fáum til gagns eða gleði. Kannski gæti verið áhugavert að skoða viðskiptaáætlun um áburðarverksmiðju hér á landi. Kannski yrði niðurstaðan af því að slík starfsemi væri óarðbær. Það þarf hins vegar að hafa í huga að landbúnaðir á Íslandi er óarðbær ef aðeins er horft til fjárhagslegra mælikvarða. Það dettur engum í hug að skynsamlegt sé að leggja niður landbúnað á Íslandi. Sama ætti að gilda um þjónustueiningar greinarinnar.  


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband