Niðurfelling Framsóknar

Í Fréttablaðinu í dag fylgdi með sérblað frá Framsókn, Tíminn. Þar gerir flokkurinn grein fyrir stefnu sinni, m.a. þeirri umdeildu tillögu að fella niður 20% af höfuðstól húsnæðislána. Eftir að hafa lesið þetta yfir hef ég enn nokkrar spurningar.

  • Í fyrsta lagi átta ég mig ekki á því af hverju aðeins er höfðað til skuldara með lán til 40 ára. Í undirfyrirsögn greinarinnar segir: "Ertu með húsnæðislán til 40 ára? Taktu þér 10 mínútur í að lesa þetta." Mjög undarlegt. Hvað með þá sem eru með lán til 25 ára?
  • Fram kemur hugtakið réttlæti. Í greininni er því haldið fram að fasteignalánin hafi verið flutt úr gömlu bönkunum með miklum afslætti. Liggur þetta fyrir? Hvað með lán sem tekið var hjá Íbúðalánasjóði? Varla voru þau flutt eitthvað með miklum afslætti.
  • Framsókn skiptir fólki í þrjá hópa! Það er út af fyrir sig merkilegt. Þar styðst flokkurinn mikið við eina breyta, þ.e. upphæð skuldarinnar. Svo virðist sem vandi skuldara sé fyrst og fremst mældur út frá því. Hvað með aðrar skuldir, tekjur viðkomandi og svo breytilega hegðun fólks?
  • Tillagan virðist ekki gera greinarmun á tegundum lána, þ.e. verðtryggt lán í krónum annars vegar og svo fasteignalán í erlendri mynt hins vegar. Eru aðstæður þær sömu hjá þessum skuldurum?
  • Talað er um að helsti kosturinn við tillöguna sé einfaldleiki. En er vandinn einfaldur? Er ekki um mjög flókið viðfangsefni að ræða sem kallar á flókin og yfirgripsmikil viðbrögð?  

Eftir lesninguna verð ég því miður að segja að þetta hljómar enn sem ódýrt, en frekar óábyrgt, konsingatrix. Til að öllu sé haldið til haga er rétt að fram komi að ég tel Framsóknarflokkinn ekki einan um slíkar kúnstir. Því miður sýnist mér flestir flokkar falla í þessa gryfju. Á fagmáli er þetta kallað "oflof".

Ef flokkar eru sannfærðir um að verðbólga hafi þróast með óeðlilegum hætti og að gengisskráningin sé röng, væri rétt að leiðrétta það. Það er út af fyrir sig einföld framkvæmd að fastsetja gengið, segjum við 150-170 stig og stilla af vísitöluna miðað við eitthvað sem menn telja eðlilegt!

Á móti má spyrja hvort 10-15% verðbólga sé óeðlileg í eins neysludrifnu samfélagi og hér hefur verið um mörg undanfarin ár.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband