Dapur rekstur stjórnmálaflokka!

Samvkæmt upplýsingum sem birtast á AMX fréttavefnum þá skulduðu stjórnmálaflokkarnir nálægt hálfum milljarði í lok ársins 2007. Einnig kemur fram að eigið fé þeirra allra, fyrir utan Sjálfstæðisflokksins, væri neikvætt. Það er það sem kallað er að vera tæknilega gjaldþrota. Annars er það orðhengilsháttur. Annað hvort er maður gjaldþrota eða ekki. Stundum komast rekstrareiningar upp með að starfa áfram þrátt fyrir að vera gjaldþrota!

Miðað við reksturinn á flokkunum 2007 er afar líklegt að þessi staða hafi versnað nú þegar kreppir að. Síðustu fregnir af fjármálum Sjálfstæðisflokksins benda til þess að staða hans hafi versnað til muna.

Nú er bara spurningin hvert reikningurinn verður sendur. Ef allir flokkarnir eru jafn illa staddir fjárhagslega er ekki ólíklegt að þeir taki sameiginlega ákvörðun um að senda reikninginn á almenning. Það verður að teljast óásættanlegt. 

Réttast væri að stjórnlagaþingið fyrirhugaða tæki þessa ákvörðun. Líklega verða sumir flokkar gjaldþrota, rétt eins og sum heimili og fyrirtæki verða gjaldþrota. 

Svo verður að teljast verulega til umhugsunar hversu óábyrgur rekstur flokkanna virðist vera. Allir flokkarnir virðast reknir með tapi og safna skuldum. Það getur varla gengið til lengdar. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband