Hvað á ég að kjósa?

Ég er einn af þeim sem er ekki viss um hvað ég ætla að kjósa. Tel jafnvel koma til greina að kjósa ekki. Það er auðvitað ömurlegt. Þarf því að reyna að finna út úr þessu.

Tók mig til og skoðaði svör forsvarsmanna framboðanna í Fréttablaðinu um helgina (sjá frambod.pdf) en þar var þetta ágæta fólk spurt 24 spurninga um hin ýmsu stefnumál og verkefni. Eftir að hafa rennt yfir svör þeirra var ég ekki miklu nær. Átti erfitt með að átta mig á því hvernig einn flokkur greindi sig frá öðrum. Datt þá í hug að nota hugbúnað sem ég hef undir höndum og er ætlaður til að greina með hvaða hætti eitt vörumerki aðgreinir sig frá öðru. Kallað vörukort eða Perceptual mapping.

Fyrst þurfti að fara yfir svör framboðanna. Spurningarnar voru Já/Nei spurningar en oft gátu framboðin ekki svarað þannig. Ákvað því að búa til kvarðann 1=Nei afgerandi, 2=Nei ef kannski og þegar, 3=Stefnan og svarið óljóst, 4=Já ef kannski og þegar og 5=Já afgerandi.

Setti inn í forritið og út kom mynd af því hvernig einn flokkur aðgreinir sig frá öðrum (sjá kosningar09.pdf). Nú þarf bara að túlka niðurstöður.

...meira um það síður (en þó í tíma).


Skrár tengdar þessari bloggfærslu:

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband