Veiðileyfi á viðskiptafræði

Svo virðist sem út hafi verið gefið veiðileyfi á viðskiptafræði. Ýmsir, leikir og lærðir, keppast við að tala þessa grein niður og gefa jafnel til kynna að ófarir þjóðarinnar sé þessari einu grein um að kenna.

Sem kennari margra viðskiptafræðinga sl. 17 ár verð ég að mótmæla þessu. Með því er ég ekki að segja að greinin þurfi ekki að horfa í eiginn barm en það þurfa svo sem aðrar greinar einnig að gera. Það er einnig dálítið einkennilegt að tala um viðskiptafræði eins og um persónu sé að ræða. Menn segja gjarnan að viðskiptafræðin þurfi að gera þetta og viðskiptafræðin þurfi að gera hitt. 

Mikilvægt er að hafa í huga að viðskiptafræði er í raun yfirheiti yfir margar ólíkar fræðigreinar, s.s. eins og stjórnunarfræði, markaðsfræði, fjármálafræði, rekstrarstjórnun og reikningshald. Þetta hefur í för með sér að innan greinarinnar er fjölbreyttur hópur einstaklinga, sem n.b. flestir höfðu ekkert með efnahagshrunið að gera. 

Vissulega unnu margir viðskiptafræðingar í bönkum og gera reyndar enn. Skárra væri það nú. En þar unnu einnig margir aðrir með margvíslega menntun. Sumir virðast líta svo á að ef einstaklingur gekk inn í banka þá hafi hann umsvifalaust breyst í viðskiptafræðing. Þetta er ákaflega mikill barnaskapur. Eins og að álíta að við það að ganga inn í hænsnabú þá breytist maður í hænu.

 Enginn ein fræði- eða starfsgrein ber ábyrgð á efnahagshruninu. Það gera einstaklingar. Vissulega eru sumir þeirra viðskiptafræðingar, en einnig verkfræðingar, lögfræðingar og heimspekingar. Fólk úr ýmsum áttum með ólíka menntun. 

Hver og ein fræðigrein getur eflaust bætt sig. Þær eiga að gera það. Einstaklingar innan einnar fræðigreinar eiga hins vegar að varast að upphefja sjálfan sig á kostnað annarra. Umræðan um viðskiptafræði ber þess því miður merki. 

Háskólar gera gott fólk betra. Þeir búa ekki til gott fólk. Viðskiptafræðin er fjölmenn grein og augljóslega eru mannkostir mismunandi. Lítið við því að gera. Geri ráð fyrir að þannig sé einnig háttað í öðrum greinum...

 ...jafnvel heimspeki!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Það getur verið að gagnrýnin sé tilkomin af þeirri ástæðu að margir þessara útrásavíkinga eru með BS próf í viðskiptafræði og hafi tiltölulega hratt orðið yfirmenn með margar miljónir á mánuði. Fáir viðskiptafræðingar í bönkunum  eru með hærri gráður eða auka diplómur í fjármálafræðum (er þó til).

Svo tel ég líka að tiltekinn kennari í HÍ sem hefur verið iðinn við að básúna og útbreiða fagnaðarerindi sem nefnist ný-frjálshyggja og byggist á al-frelsi markaðarins eigi hér nokkra sök á.

Eflaust eru fleiri ástæður fyrir veiðileifinu á viðskiptafræðina. 

(Þeir fáu sem reyndu að vara við efnahagshruninu innan HÍ voru þaggaðir niður og kallaðir ýmsum nöfnum af ráðherrum, blöðunum og jafnvel öðrum innan háskólans.)

Tómas (IP-tala skráð) 8.5.2010 kl. 09:16

2 identicon

Já þetta er alltaf skóflunni eða hakanum að kenna.  Ekki þeim sem beita þeim.

itg (IP-tala skráð) 8.5.2010 kl. 09:46

3 Smámynd: Gunnar Heiðarsson

Þessi grein þín er í tíma töluð Þórhallur, auðvitað er ekki hægt að kenna viðskiptafræði né nokkuri annari fræðigrein um hrunið.

Hrunið er af völdum siðleysingja, þeir eru til í flestum stéttum en hins vegar eiga þeir siðleysingjar sem eru með viðskiptafræðimenntun hægara með að komast inn í bankana. Við vitum líka að siðleysingi beytir öllum ráðum, löglegum sem ólöglegum til að komast í æðstu stöður.

Hrunið er því alfarið siðleysingjum að kenna.

Gunnar Heiðarsson, 8.5.2010 kl. 13:08

4 Smámynd: Júlíus Björnsson

Verkfræðingar sem voru teknir fram fyrir viðskiptafræðinga hafa sannað sig jafn illa grunmenntaða.  Grundvallar bréfaviðskipti í þjóðfélögun einfaldra viðskipta byggja á grunnforsendum sem hafa ekkert breyst í gegnum aldirnar. Hinsvegar hefur það sýnt sig að sá sem ekki getur gert sínar reikniformúlur er ekki samkeppni fær. Neyðist því til að fylgja stöðlum og stjórlagaregluverkum sem  hann hefur ekki greind til að gagnrýna eða  aðlega sínum væntingum.

Júlíus Björnsson, 8.5.2010 kl. 16:06

5 Smámynd: Júlíus Björnsson

aðlaga

Júlíus Björnsson, 8.5.2010 kl. 16:06

6 identicon

Takk fyrir síðast Þórhallur.

Mér virðist þú blanda tvennu saman hér. Annað er gagnrýni á viðskiptafræði sem grein, hitt er gagnrýni á menntun viðskiptafræðinga. Ég er sammála þér um hið fyrra, en ef þú ert sannfærður um að engu þurfi að breyta í menntun viðskiptafræðinga er ég ósammála. Ég held að þið viðskiptafræðingar sem berið ábyrgð á menntun annarra viðskiptafræðinga ættuð að líta í eigin barm og það vandlega. Er mögulegt að sú staðreynd að engin áhersla er lögð á gagnrýni og heimspekilega hugsun, þar á meðal siðfræði í viðskiptafræðináminu auki hættu á að út úr því komi fólk með ágætan skilning á tæknilegum hliðum viðskipta, en litla getu til að móta sjálfstæða og gagnrýna afstöðu til hlutanna?

Jón Ólafsson (IP-tala skráð) 8.5.2010 kl. 21:53

7 Smámynd: Einar Þór Strand

Þórhallur það sagði einu sinni góður prófessor í guðfræði ekki væru allir menntamenn skólagegnir og ekki væru allir skólagengnir menn menntamenn.

Háskóla samfélagið út um allan heim þarf að fara að skoða hvort markaðsvæðing háskólanna hafi orðið til þess að skólagengum ómenntuðum mönnum hafi kannski fjölgað um of.

Einar Þór Strand, 8.5.2010 kl. 23:55

8 Smámynd: Júlíus Björnsson

Útleiðsla formúla er var búið leggja næstum alveg niður þegar ég varð stúdent 82% . Sagt var alveg nægði að nota þær sem menn þekktu. 

Langafar mínir lögðu ekki þennan skilning í málið. Bjuggu þeir við mikið strangari kröfur um geta smíðað logritimaformúlur og diffur m.a. annars til að geta reiknað leiðréttinga vaxtahluta nafnvaxta af samkeppni hæfni.

Raunvextir eru nefnilega strangt til tekið aðal samnings atriðið.

Þegar Seðlabankastjóri glennir framan í Alþjóðasamfélagið að 80% lána almennings séu verðtryggð.

Þýðir það á ensku: Mortgage home loans linked to CIP.

Hér táknar "linked" við nánari athugun breytilega leiðréttingavexti tengda við CIP allan lánstíman. Því hærri sem þeir eru því meiri afföll við endurfjármögnun. 

80% of Mortgage home loans are with fixed interest rate. Merkir þroska, ekki hugleysi og óþjóðhollustu, og lækkar afföll við endurfjármögunum.

 Þeir sem eru ósammála hér á landi sanna mál mitt.

Sumir íslendingar kunna að sleppa milliliðum þegar kemur að því rýja almenna neytendur og rekstrafyrirtæki inn að skinni. 

Palli einn í heiminum skilar ekki almennum hagnaði allan lánstímann.

Júlíus Björnsson, 9.5.2010 kl. 01:56

9 identicon

Sæll Þórhallur, mér líst vel á það sem þú segir um að  "hver og ein fræðigrein getur eflaust bætt sig. Þær eiga að gera það." Við sem kennum greinar og stundum rannsóknir í viðskiptafræði getum vel tekið á okkar málum þvi vissulega berum við líka ábyrgð á því andvaraleysi sem ríkti fyrir hrun. Nú er lag að sýna gagnrýnendum að við forðumst ekki gagnrýna hugsun og kennum nemendum okkar góð gildi.

"Viðskiptafræðin" mikilvæg grein og hefur breitt bak og getur vel tekist á við gagnrýnar spurningar. Að mínu mati þurfum við heldur ekki að gera óvini úr öðrum greinum eins og heimspeki (vinur er sá er til vamms segir) og heldur eigum við ekki snúa þessu uppí karp á milli skóla. Þá erum við orðin eins og stjórnmálaflokkarnir sem benda hver á annan. Þá skulum við heldur ekki lenda í því sem gerðist þegar menn voru gagnrýnir á bólutímanum, að farið var í manninn en ekki boltann. Góðar kveðjur og vonandi getum við haldið áfram að ræða þetta.

Njörður Sigurjónsson (IP-tala skráð) 9.5.2010 kl. 19:13

10 Smámynd: Júlíus Björnsson

http://juliusbearsson.blog.is/blog/juliusbearsson/entry/1051303/

Hér hef ég bætt við í viðauka alþjóðlegum "common sense" atriðum til sýna Íslenskum sérfræðingum á hvaða villu grunni Íslensku sérfræðin byggja.

Þetta er spurning um vanþroskað Íslenska stjórnsýslu.

Júlíus Björnsson, 9.5.2010 kl. 19:26

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband