Siðvit!

Nokkur umræða hefur verið um siðferði og siðfræði í kjölfar skýrslu rannsóknarnefndar Alþingis. Það er vel enda nokkuð augljóst að eitthvað hefur brugðist í þeim efnum.

Spurningin er hins vegar sú hvort hægt sé að auka siðferði með því að kenna fólki siðfræði. Siðfræði er góð fræði svo langt sem hún nær. En ætli það sé hægt að kenna siðlausu fólki almennt siðferði með því að láta það sitja námskeið í siðfræði? Það hef ég satt best að segja efasemdir um.

Sumt fólk er, því miður, siðbjálfar. Þetta eru einstaklingar sem sjá ekki né þekkja muninn á réttu og röngu. Slíku fólki verður ekki bjargað með kúrs í siðfræði. 

Siðvit er eitthvað sem er að hluta til meðfætt og að hluta til lært. Einstaklingur sem hefur lítið siðvit um tvítugt er einfaldlega ekki líklegur til að breytast mikið við að sitja námskeið í siðfræði.

Gott nám gerir gott fólk betra. Býr ekki til gott fólk!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jenný Stefanía Jensdóttir

Algjörlega sammála þessu.

Þess vegna er nauðsynlegt til þess að sæmileg sátt náist í samfélagi manna, að "fækka" og "útloka" tækifærum til svika af hálfu siðbjálfa.

Það er gert með einföldum, skiljanlegum reglum, og virku eftirliti.

Jenný Stefanía Jensdóttir, 13.5.2010 kl. 00:53

2 Smámynd: Ólöf Ingibjörg Davíðsdóttir

Þakka þér fyrir þennan pistil. Ég tek undir með þér að siðfræðifræðsla ein leysir ekki málið. Siðvit tel ég einnig hvíla á hæfileika til samúðar, að setja sig í annarra spor og virða mörk í samskiptum og samböndum.

Ólöf Ingibjörg Davíðsdóttir, 13.5.2010 kl. 09:38

3 identicon

Mér finnst þetta stórmerkileg umræða. Enginn heldur því fram að siðfræðikennsla ein og sér muni breyta heiminum til hins betra. Margir telja hinsvegar (réttilega að mínu mati) að siðfræðikennsla sé nauðsynleg í viðskiptafræði sem hluti af því að stuðla að heilbrigðum viðhorfum í viðskiptalífinu.

Hvort siðfræði bæti siðferði er annar handleggur. Það nokkuð almenn skoðun að með því að kenna fólki siðfræði sé hægt að styðja þá sem vilja taka siðlega réttar ákvarðanir til að gera það og jafnvel, þegar um nemendur er að ræða, auka áhuga þeirra á að leggja siðferðilegt mat á verk sín og annarra. Siðfræði hefur hinsvegar engin áhrif á þá sem láta sig siðlega breytni engu varða.

Jón Ólafsson (IP-tala skráð) 13.5.2010 kl. 12:27

4 Smámynd: Jenný Stefanía Jensdóttir

Sem gamall nemandi úr viðskiptafræðinni, fullyrði ég að á þessum árum (1989) voru lög, reglur og almennt siðferði hátt skrifað.  Prófessor Brynjólfur Sigurðsson kvaddi þennan árgang með orðunum:" Í störfum ykkar í framtíðinni munuð þið sífellt þurfa að taka erfiðar, siðferðilegar ákvarðanir.  Ekki taka neinar ákvarðanir sem stríða gegn ykkar betri vitund".

Auðvitað styrkja umræður, álit og hegðun æðstu "role models" siðferði, að því gefnu að allt þrennt séu í siðlegum anda.

Því þarf allt þetta að koma til, auk einfaldra reglna og virks afleiðingatengds eftirlitis til þess að traust og trú á siðbreytni aukist.

Jenný Stefanía Jensdóttir, 13.5.2010 kl. 18:38

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband