Markaðsfræðin vinsæl grein

Mikil aðsókn í viðskipta- og hagfræðideild HÍ
Viðskipta- og hagfræðideild býður nemendum upp á metnaðarfullt og krefjandi nám í
Um þúsund umsóknir hafa borist í viðskipta- og hagfræðideild Háskóla Íslands fyrir haustið 2008. Námsframboð er all fjölbreytt en boðið er upp á grunnnám í viðskiptafræði og hagfræði, framhaldsnám í stjórnun, fjármálum, reikningshaldi, mannauðsstjórnun og markaðsfræði og alþjóðaviðskiptum að ógleymdu MBA námi. Haustið 2008 verður í fyrsta sinni boðið upp á skipulagt BS nám samhliða starfi í viðskiptafræði og hafa borist um 100 umsóknir í það nám.
Í grunnnám í viðskiptafræði bárust vel á fjórða hundrað umsóknir en nemendur geta skráð sig á fjögur áherslusvið, fjármál, markaðsfræði og alþjóðaviðskipti, reikningshald og stjórnun og forysta.

Markaðsfræði vinsæl grein
Í ár, rétt eins og nokkur undanfarin ár, er markaðsfræðin vinsæl en tæp 48% allra umsókna í grunnnám eru í þá áherslulínu. Um 20% eru í fjármál og stjórnun og 12% í reikningshald.

 Markmið náms í viðskiptafræði með áherslu á markaðsfræði og alþjóðaviðskipti er þríþætt. Í fyrsta lagi að búa nemendur undir almenn stjórnunarstörf, í öðru lagi að búa nemendur undir sérfræðistörf í markaðsdeildum fyrirtækja eða stofnana og í þriðja lagi að búa nemendur undir framhaldsnám á sviði markaðsfræði og og alþjóðaviðskipta. Að loknu námi eiga nemendur að geta:

  • tekið þátt í gerð markaðs- og eða viðskiptaáætlana fyrir fyrirtæki eða stofnanir, á innanlands- eða alþjóðamarkaði.
  • unnið að ýmsum sérhæfðum verkefnum er tengjast markaðsáætlanagerð s.s. markaðsgreiningu, markaðsrannsóknum, þjónusturannsóknum og gerð kynningaráætlana.
  • fjallað um og kynnt niðurstöður verkefna á íslensku og ensku.
Meðal sérgreina eru námskeið í markaðsrannsóknum, utanríkisviðskiptum, stjórnun viðskiptasambanda og vörumerkjastjórnun, stjórnun viðskipta í ólíkum menningarheimum, alþjóðamarkaðsfræði og markaðsáætlanagerð.
 

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband