Viðskiptafræði!

Í kjölfar bankahrunsins hafa komið fram undarleg sjónarmið varðandi nám og kennslu í viðskiptafræði. Þetta hefur jafnvel gengið svo langt að þessi fræðigrein hefur verið úthrópuð á útifundum og það gefið til kynna að í greininni megi finna orsök efnahagsvanda þjóðarinnar!

Þetta er byggt á mikilli fáfræði um greinina. Viðskiptafræði er samsafn margra undirgreina, s.s. markaðsfræði, stjórnunar, stefnumótunar, fjármála, reikningshalds, mannauðsstjórnunar og alþjóðaviðskipta. Viðskipafræðingar starfa því mjög víða og koma að rekstri ólíkra fyrirtækja og stofnana. Vissulega unnu, og vinna, margir viðskiptafræðingar í bönkunum. Það er fyrst og fremst vegna þess að þar vinnur mjög margt fólk, ekki bara viðskiptafræðingar. 

Sú hugmynd að það muni draga úr vinsældum viðskiptafræðinnar meðal háskólanema er dálítið uggvænleg. Sú hugmynd að það eigi jafnvel að hvetja til þess er skelfileg. Stjórnun og rekstur er sérsvið viðskiptafræðinnar. Það væri miklu nær að efla viðskipta- og rekstrarþekkingu þeirra sem koma að rekstri. Það er alltof algengt að það vanti upp á þá þekkingu. 

Í öðrum greinum er það kallað fúsk!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband