Ríðum sem fjandinn!

Ég var að hlusta á Bylgjuna í morgun sem er svo sem ekki frásögufærandi. Einn hlustandi bað um óskalag, Ríðum sem fjandinn með Helga Björns. Þetta er góð útgáfa af laginu og má hlusta á brot úr því hér.

Þeir sem hafa komið inn á síðuna mína hafa væntanlega áttað sig á því að ég er í karlakór, nánar tiltekið Karlakór Kjalnesinga. Á vordögum gáfum við út disk (sjá sýnishorn á tónlistarspilara) sem m.a. inniheldur þetta lag. Einnig má sjá myndband með umræddu lagi hér.

Það sem rifjaðist upp fyrir mér þegar ég hlustaði á þetta í morgun voru viðbrögð RÚV manna þegar við sendum þeim diskinn í þeirri von að hann yrði spilaður. Skilaboðin frá Rás 2 voru mjög skýr, við spilum ekki svona tónlist! Þetta kom okkur dálítið á óvart sérstaklega þar sem við áttuðum okkur ekki á því við hvað er átt þegar talað er um "svona tónlist". Áhugasamir geta nú borið saman útgáfurnar af laginu Ríðum sem fjandinn. Ég viðurkenni að ég er ekki hlutlaus en ef eitthvað er þá finnst mér útgáfa kórsins heldur frísklegri en hjá Helga. Sérstaklega í lokin en þá er eins og Helgi sé að lognast út af en það á aldeilis ekki við um kórútgáfuna. Í kórnum eru enda margir hestamenn og þeir vita að maður ríður alltaf frísklega í hlað!

Eftir þetta hef ég dálítið velt fyrir mér lagavali á Rás 2. Hvað ræður því hvaða lög eru spiluð og hver ekki og hvernig fer þetta val fram. Ég hef sérstakan áhuga á að vita hvernig plata vikunnar verður plata vikunnar. 

Sjálfsagt er þetta bara kalt mat á því hvað sé góð tónlist og hvað ekki. Ég hef þó áhuga á að skilja þetta betur og ætla því að kynna mér þetta.

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sverrir Einarsson

Ég keypti diskinn með Helga Björns á sínum tíma einmitt útaf þessu lagi og tveimur næstu lögum. Ykkar útgáfu á laginu Ríðum sem fjandinn rakst ég svo á á You Tube og "stal" því og setti inn á facebook síðuna mína því mér þótti þetta lag gott og hæfileg andstaða við "kántrí" útsetningu Helga.........ég hef gaman af "sumum" karlakórslögum og held að ég skilji "viðtökur" hjá Rás 2 dúddanum sem sennilega hefur ekki verið kominn yfir 30 ára aldurinn og því miður í þeim hópi sem "afgreiðir" alla karlakóra á einn veg (ekki vinsældarvæna tónlist)........en skora á þig að halda áfram og reyna aftur og taka sénsinn á því að, ef þú færð synjun aftur, þá bendir þú á að þú sért að tala um tiltekið lag.

Gangi þér vel og góðar stundir

Sverrir Einarsson, 3.8.2009 kl. 14:19

2 Smámynd: Bernharð Hjaltalín

Sæll flott hjá ykkur ekki gefast upp, ruv hefur spilað sjálfsvígslög og meira (dóp)

eða meira dót ég hef oft verið að spá í lagavalið hjá þeim, hafa þeir ekki verið að afvegaþjóðina þannig að menn áttisig ekki á eignamyndunni sem varð að bankahruni, nú sem betur fer var verið að reka nokkra úr skilanemdunum,

stríðsglæpadómstóll var stofnaður vegna stríðsglæpa, við erum rétt að birja

menn geta ekki litið fra hjá þætti fjölmiðla þar með talið ruv.og lagavalinu sem

mótar þjóðina.

Bernharð Hjaltalín, 3.8.2009 kl. 14:43

3 Smámynd: Birna Jensdóttir

Takk fyrir mikið flottara hjá ykkur.

Birna Jensdóttir, 3.8.2009 kl. 16:38

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband