Barnalán!

Kreppan hefur á sér marga skrýtna fleti. Margt sem þarf að endurskoða og endurhugsa. Eitt af því er endurskilgreining orða og hugtaka, s.s. eins og á orðinu barnalán. Í orðabóka má finna þessa skilgreiningu á því orði:

.. eiga <velgengni, barnaláni> að fagna eiga því láni að fagna að <búa við góða heilsu> ég átti ... 

Margt sem bendir til þess að í næstu útgáfu þurfi að bæta við skilgreiningu, s.s. eins og:

...ná sér í <velgengni, barnalán> að komast yfir mikið fyrir lítið að <búa við gott barnalán> ég átti gott...

Þetta mál er líklega einhver almesta hryggðarmynd efnahagshrunsins. Látum vera að fullorðið fólk sé að púkast hvert í öðru í nafni velgengninnar. Einhversstaðar hljótum við að vilja draga e.k. siðferðismörk.

...eða hvað?

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd:  Birgir Viðar Halldórsson

Kannski var þetta Bjarnalán Ármannssonar...

Birgir Viðar Halldórsson, 3.11.2009 kl. 09:28

2 Smámynd: Jón Magnússon

Þetta er í raun foreldralán. Foreldrarnir tóku ákvörðun um kaup á hlutabréfum í Byr í nafni barna sinna. Með ólíkindum að Glitnir banki skyldi gera það mistök að fá ekki samþykki yfirlögráðanda við málinu.

En góð ábending Þórhallur með orðanotkunina og orðskilninginn.

Jón Magnússon, 3.11.2009 kl. 14:59

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband