Bloggfærslur mánaðarins, apríl 2009

Sumarnám í viðskiptafræðideild Háskóla Íslands

Eins og margir hafa orðið varir hafa nemendur mikin áhuga á að boðið verði upp á námskeið í sumar. Þannig geti þeir fengið námslán en margir nemendur sjá fram á erfiðleika við að fá vinnu í sumar.

Eins og fram kom í fréttum í kvöld þá munu HR og Bifröst bjóða upp á sumarnámskeið. HÍ hefur hins vegar ekki enn tekið formlega ákvörðun og ber við fjárhagsvanda. Fjárhagsvandinn tengist því að skólinn fær ekki greitt fyrir allar þær þreyttu einingar sem skólinn "framleiðir". Samkvæmt mínum upplýsingum eru um 900 einingar sem Ríkið hefur ekki greitt skólanum fyrir. Framlag skólans til samfélagsins er því umtalsvert nú þegar og hefur svo verið um langt árabil.

HR og Bifröst innheimta skólagjöld í sínu námi. Þessir skólar fá einnig greitt fyrir þreyttar einingar frá Ríkinu. Það finnst mörgum undarlegt. Þessir skólar geta því selt nemendum námskeið í sumar og fá hugsanlega einnig greitt fyrir þreyttu einingarnar.

Viðskiptafræðideild Háskóla Íslands vill mjög svo gjarnan koma til móts við óskir nemenda. Það er hins vegar ekki augljóst hvernig standa skuli að því, sérstaklega í ljósi þess að skólinn er nú þegar kominn upp fyrir þak í þreyttum einingum. Hann fengi því ekkert greitt frá Ríkinu fyrir þessi námskeið. 

Kannski er eina leiðin sú að kennarar og aðrir gefi vinnu sína svo hægt sé að bjóða upp á námskeið í sumar.  


« Fyrri síða

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband