Starfsfélaginn!

Félagi minn sem býr í Hollandi sendi mér þessar línur í vikunni.

 

Hollenska blaðið De Volkskrant birti í dag ummmæli hollenska seðlabankastjórans fyrir þingnefndinni sem rannsakar fjármálakreppuna. Samkvæmt blaðinu voru ummæli með nokkuð öðrum hætti en maður hefur lesið á íslenskum vefmiðlunum.

Hollenski seðlabankastjórinn, Nout Wellonk, sagði fyrir rannsóknarnefnd hollenska þingsins í gær að þann 3. september 2008 hafi hann spurt íslenska starfsbróður sinn um stöðu íslensku bankanna og íslenska fjármálakerfisins. Mun starfsbróðirinn hafa flutt honum langa tölu um möguleika íslensks efnahagslífs til lengri tíma, um heitar lindir, hveri, fisk og Guð má vita hvað. Og að bankarnir stæðu traustum fótum. Tæpri viku seinna sagði Íslendingurinn hins vegar að 6 mánuðum áður hafi hann varað við óstöðugleika íslensku bankanna. “Ég vonaði lengi að hann hefði einfaldlega ekki gert sér grein fyrir ástandinu,” sagði hollenski seðlabankastjórinn fyrir nefndinni. “En svo þegar ég heyrði þetta hugsaði ég með sjálfum mér; það var einfaldlega logið að okkur.”

Ef marka má þessa frásögn í blaðinu hérna þá segir hollenski seðlabankastjórinn að það hafi verið sami maðurinn, íslenski starfsbróðir hans, sem sagði sér 3. september að allt væri í lagi með íslensku bankana og viku seinna að hann hafi varað íslensk stjórnvöld við slæmri stöðu bankana sex mánuðum fyrr. Það var því íslenski seðlabankastjórinn sem sagði honum ósatt í fyrstu. Ekki nema von að Jón Sigurðsson eða aðrir kannast ekkert við að hafa sagt þessum hollendingi að allt væri í fínu lagi með íslensku bankana; hollenski seðlabankastjórinn er alltað að vitna í Davíð.

 

Þá vitum við það...

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ómar Bjarki Kristjánsson

Reyndar sá eg umrædda klausu - og vandamálið er að google þýðingin segir manni ekkert.

En engu líkara er, þ.e. eins og orð wellinks eru sett fram í blaðinu að hann sé, í þessu tilfelli, að tala um sama einstakling - sem þarf þó alls ekki að vera - og annarsstaðar ef ég séð þetta sett fram þar sem skilja má að Wellink sé að tala um ólíka aðila (Bæði íslendinga þó)

"Wellink vroeg zijn IJslandse collega hoe het gesteld was met de banken en het financiële stelsel. De zorgen bij de Nederlandse toezichthouder waren groot, want het IJslandse Icesave had op dat moment vele honderden miljoenen aan spaargeld in Nederland opgehaald. ‘Hij begon een heel verhaal over de potentie op de lange termijn van de IJslandse economie, over bronnen en geisers en vissen en weet ik niet wat. En dat de banken er zo goed voor stonden’, vertelde Wellink.

Dat was op 3 september. Een kleine week later zei de IJslander tegen Wellink dat hij al zes maanden eerder had gewaarschuwd voor de wankele financiële positie van het IJslandse bankwezen. ‘Ik heb lang gehoopt dat hij het gewoon niet in de gaten had’, zei Wellink tegen de commissie. ‘Maar toen dacht ik: we zijn gewoon voorgelogen.’ "

http://www.volkskrant.nl/economie/article1345668.ece/Wellink_We_zijn_gewoon_voorgelogen

En til að vita nákvæmlega hvað hann sagði og í hvaða samhengi etc. - þyrfti flugfær hollenskumaður að hlusta á hvað hann sagði fyrir nefndinni (Held það sé hægt.  Er á böndum á vefnum)

Ómar Bjarki Kristjánsson, 6.2.2010 kl. 22:06

2 Smámynd: Hrólfur Þ Hraundal

Það á að setja í lög að Íslenskir embætismenn tali ávalt íslensku við Breta og Hollendinga.

Hrólfur Þ Hraundal, 7.2.2010 kl. 01:45

3 identicon

Nei, Þórhallur.Það er ekki hægt að álykta af þessari frétt Volkskrant að Seðlabankastjórinn okkar hafi verið viðtalandi Wellinks.

Það fer ekki á milli mála að samkvæmt frétt volkskrant blaðsins er Wellink að tala um tvö samtöl við sama Íslending. Spurninging er Hver var maðurinn? Þ.e.a.s. hvaða fulltrúi eða embættismaður okkar var í símanum?

Hollenska orðið "collega"er vandþýtt.

Skúringakona sem vinnur hjá hollenska Seðlabankanum er t.d. "collega" bankastjóra bankans af því hún vinnur hjá sama fyrirtæki.

Wellink gæti t.d.líka, samkvæmt hollenskum málvenjum, notað orðið "collega" yfir starfsmann spænska seðlabankans sem hann hefði haft samband við, þó sá hinn sami væri nokkrum stöðuþrepum neðar innan spænska seðlabankans en Wellink innan þess hollenska.

Þeir Hollendingar sem ég hef talað við í þessu sambandi segja að þessi "collega" hafi, samkvæmt fréttinni,verið einhver sem Wellink taldi mark á takandi innan íslenska bankageirans (fjármálaeftirlit er í Hollandi innan bankageirans) en að það sé ekki hægt að álykta að hann hafi talað við íslenska Seðlabankastjórann og að hefði Wellink talað við sjálfan íslenska seðlabankastjórann hefði hann, að öllum líkindum, nefnt stöðutitil þessa íslenska viðmælenda síns.

Hvort Wellink er að tala um samtal við DAVÍÐ ODDSSON (þáverandi Seðlabankastjóra okkar) finnst mér ekki skipta neinu máli. Þetta mál snýst ekki um Davíð Oddsson heldur trúverðugleika íslenskra embættismanna og mannorð íslensku þjóðarinnar.

Við þurfum að komast upp á málefnasviðið og hætta að hugsa um hvort verið er að krítísera Jón eða séra Jón.

Google þýðingar eru enn á "hot spring river this book" stiginu ( Hver á þessa bók?)

Ég vona að enginn taki þær alltof hátíðlega.

Agla (IP-tala skráð) 7.2.2010 kl. 11:25

4 Smámynd: Flosi Kristjánsson

Menn hafa greinilega talað út og suður í þessu máli, jafnvel tekið 180 gráðu stefnubreytingu, sbr. þetta úr viðtali á dv.is 17. nóvember 2007.

„Guðmundur Ólafsson hagfræðingur segir ekki sjá betur en að bandaríski hagfræðingurinn Arthur B Laffer hafi í fyrirlestri hér á landi fyrir helgina slegið af kenningu Davíðs Oddssonar seðlabankastjóra um að þjóðin væri á bjargbrúninni vega skuldasöfnunar fyrirtækja og einstaklinga erlendis. „Þetta er bara órökstutt bull. Það veit enginn almennilega hvað við er átt með að þenslan sé of mikil og að hagkerfið geti ofhitnað."

Ári seinna er svo seðlabankastjóri kominn á öndverða skoðun við sjálfan sig!

Flosi Kristjánsson, 7.2.2010 kl. 12:03

5 Smámynd: Anna Sigríður Guðmundsdóttir

Staðreyndin er að Davíð var mútað og hótað út og suður á einhverjum upplýsingum og grunni sem Davíð hefur ekki útskýrt fyrir lýð þessa lands.

Og enn eru alheims-svika-öfl að múta og hóta embættis-fólki hér á landi og komast upp með það vegna ósamstöðu Íslendinga, sem svikaöflin stofnuðu til. Svikarar alheims-mafíunnar halda að þeim hafi tekist að sundra þjóðinni!!!!!!! En það skal þeim aldrei takast!!!!!!!!!!

Ráðlegg öllum að leggja öll spil á borðin því svikin eru þeirra sem múta, kúga og hóta, til að halda áfram sínum svika-verkum í fátæktar-reynslu-leysi og peninga-græðgi á kosnað plataðra Íslendinga. Svikin eru ekki þeirra sem í fáfræði og góðmennsku létu blekkjast. Svona virkar nútíma-kúgunar-stríð heimsins!!!

Ég líki því við sælgætis-áhuga Hans og Grétu! Sárt er að þurfa að fara á ævintýra-planið til að skýra mál sitt á skiljanlegan hátt. M.kv. Anna

Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 7.2.2010 kl. 15:27

6 identicon

Ég tek bloggara sem kynnir sig sem dósent við Háskóla Íslands alvarlega að því marki að ég reikna með að hann geti rökstyðji sitt mál og geti heimilda ef hann notar annara orð eða ályktanir.

Sömuleiðis hefði ég búist við að dósent við Háskóla Íslands myndi telja eðlilegt að hann svaraði spurningum eða gagnrýnni sem hans staðhæfingar eða ályktanir kynnu að mæta hvort sem það er í starfi eða á opinberum vetvangi en kannski lifi ég í Hans og Grétu landinu.

agla (IP-tala skráð) 7.2.2010 kl. 16:42

7 Smámynd: Hólmfríður Bjarnadóttir

Sælt veri fólkið. Tek undir með þér agla og hef ekki neinar forsendur til að rengja skrif Þórhalls á nokkurn hátt.

Varnarræður fyrir Davíð hér að ofan eru sumar mjög einkennilegar og jafnvel grátbroslegar.

Hólmfríður Bjarnadóttir, 8.2.2010 kl. 00:24

8 Smámynd: Ómar Bjarki Kristjánsson

Hægt að horfa og hlusta á Icesavepart Wellinks við yfirheyrslunnar hér:

http://nos.nl/artikel/134173-wellink-dnb-kon-opsplitsen-abn-niet-tegenhouden.html

Skrolla niður á u.þ.b. miðja síðu, video til hægri og smella á “video
President Wellink (DNB) over Icesave bij commissie-De Wit” þá kemur video aðeins ofar. Svo bara finna hollensku og íslensku mælandi mann. Þá þarf ekki að treysta á útleggingu eða túlkun einstakra blaða etc.

Ómar Bjarki Kristjánsson, 8.2.2010 kl. 10:55

9 Smámynd: Agla

Kærar þakkir, Ómar Bjarki, fyrir netslóðirnar.

Mjög fróðlegt að sjá og heyra Volkskrant og Nos um ummæli Wellink (seðlabankastjóra Hollands) og Schilder ( forstöðumanns fjármálaeftirlits Hollands til ársbyrjunar 2009) um samskipti þeirra við íslenska "starfsbræður" sem þeir telja báðir að hafi verið staðnir að lygum.

Ummæli Wellink, í vandaðri þýðingu, eru birt í færslu Þórhalls hér að ofan.

Schilder skýrði rannsóknarnefnd hollenska þingsins þ.1.2.2010 m.a. frá því að íslenskir "starfsbræður" hefðu ítrekað fullyrt við sig að staða íslensku bankanna væri traust og að .þ. 24.9.2008 í Brussel hefði íslenskur "starfsbróðir" afhent sér bréf frá Landsbankanum skrifað þ.23.9.2008 og stutt fullyrðingar bréfsins um að staða bankans væri góð og enginn ástæða til að hafa áhyggjur af henni.

Spurningunni um hvaða íslenska "starfsfélaga"" Willink og Schilder áttu samskipti við er enn ósvarað.

Hollenska fjármálaeftirlitið er hluti af hollenska Seðlabankanum (DNB) svo þeirra hluta vegna gætu íslensku starfsbræðurnir verið starfandi hjá íslenska Frjármálaeftirlitinu og eða Seðlabankanum. Það sem eftir situr er að Wellink og Schilder töldu báðir að sínir íslensku viðmælendur hefðu logið að sér.

Kannski veit einhver hvort einhver í Landsbankanum skrifaði þetta fræga bréf sem dagsett var. 23.9.2008 og afhent Schilder í Brussel þ.24.9.2008?

Veit kannski einhver hvaða háttsettu starfsmenn í Seðlabankanum eða Fjármálaeftirlitinu voru staddir í Brussel þ.24.9.2008?

Agla, 8.2.2010 kl. 16:59

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband