Er óhætt að kjósa BESTA flokkinn?

Innkoma BESTA flokksins í íslenska pólitík hefur vakið verðskuldaða athygli. Þeir sem fyrir eru virðast ekkert átta sig á því hvað er að gerast né hvernig bregðast skuli við. Taka jafnvel upp á því að segja aulabrandara í tíma og ótíma!

Aðrir halda því sjónarmiði á lofti að galið sé að kjósa BESTA flokkinn. Það muni hafa verulega slæmar afleiðingar í för með sér. Því sé heillavænlegra að kjósa gömlu góðu flokkanna! Ég verð að viðurkenna að þessi rök standa verulega í mér. Hafa stjórnmálamenn staðið sig frábærlega fram að þessu? 

Eftir að hafa skoðað nýtt myndband BESTA flokksins hef ég sannfærst um að flokkurinn mun vinna stórsigur í Reykjavík. Myndbandið er háðsádeila á þau stjórnmálaöfl sem fyrir eru og það sem er óþægilegt er að maður getur svo vel verið sammála mörgu af því sem fram kemur í textanum. Myndbandið má sjá hér

Þá er það spurningin hvað mun gerast eftir kosningar þegar og ef BESTI flokkurinn vinnur stórsigur í Reykjavík. Ég tel satt BEST að segja ólíklegt að það fólk sem skipar sæti á lista flokksins muni hafa áhuga á því að setjast í hinar ýmsu nefndir og ráð borgarinnar. Þau vilji miklu heldur gera það sem þau eru BEST í, þ.e. að skemmta sjálfum sér og öðrum. 

Leiðin sem þau gætu farið væri að fá fólk með sérfræðiþekkingu til að taka sæti í þeim ráðum og nefndum sem kæmu í hlut flokksins. Hér væri um að ræða fólk sem ekki væri mjög illa farið af flokkshollustu og myndu fyrst og fremst nálgast verkefnið út frá þeirri sérfræðiþekkingu sem það hefur. 

Það að kjósa BESTA flokkinn gæti því eftir allt saman verið ákjósanleg leið til að efla íbúalýðræði hér í borg. Ég held því að það sé ekki óhjákvæmileg ávísun á glundroða að kjósa BESTA flokkinn. Í því gæti falist tækifæri til umbóta.

...ég er nú samt ekki viss um að ég leggi í að kjósa flokkinn!!!

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

láttu vaða

ég ætla að hjálpa þeim að gefa ráhústökufólkinu frí eins og mælt er í textanum

kv

Magnús

Magnús Ágústsson (IP-tala skráð) 16.5.2010 kl. 15:16

2 Smámynd: Jóhann Elíasson

Er það svarið að kjósa svona vitleysu yfir sig í stað þess að kalla eftir meiri ábyrgð þeirra sem eru í stjórnmálu??????  Ég lýt á það sem algjöra uppgjöf að kjósa svona grínframboð yfir sig!!!!!!

Jóhann Elíasson, 16.5.2010 kl. 15:55

3 identicon

ER Jón Gnarr og félagar eitthvað meiri vitleysa en þessir handónýtu svokallaðir stjórnmálaflokkar sem eru hér,ég held ekki.

magnús steinar (IP-tala skráð) 16.5.2010 kl. 16:36

4 Smámynd: Hólmfríður Bjarnadóttir

Það er ekki mín leið að kjósa framboð sem þjóna þeim eina tilgangi að gera at eða eru sett fram til að mótmæla einhverju. Var fyrir nokkrum árum á Þingi hjá ASÍ og þar var Grétar Þorsteinsson einn í framboði til formanns sambandsins. Einhverjir voru í fýlu eins og getur gerst og Eiríkur Stefánsson bauð sig fram til að mótmæla vinnubrögðunum við framboð Grétars. Það hvarflaði ekki að mér að kjósa Eirík því að ég bara treysti Gréti miklu betur.

Væri ég kjósandi í Reykjavík, mundi ekki hvarfla að mér að kjósa Besta flokkinn. Ég einfaldlega treysti Degi B Eggertssyni og hans fólki mæta vel til að stýra borginni.

Jón Gnarr er örugglega vænsti maður og gerir margt gott, en ég hef ekki áhuga á honum í stjórnmálin.

Hólmfríður Bjarnadóttir, 16.5.2010 kl. 18:10

5 identicon

ég held að þetta sé það besta sem hefur komið fyrir íslensk stjórnmál í langan tíma, eða frá því að Davíð Oddson var skemmtilegur, en hann sagði brandara og svona í sinni kosningabarattu í den,  og fékk að launum borgarastjórastól. Jón Gnarr er maður sem er að gera það sama, bara á sinn hátt. Eini munurinn er að Jón er ekki með, eins og Styrmir Gunnarsson kallaði það,  "fjölskyldurnar sem eiga Sjálfstæðisflokkin" á bakinu. Hann er bara frjáls eins og fuglinn. Ég held það sé óhætt að láta vaða, og kjósa þetta ágæta fólk. Það getur varla orðið verra en atvinnupólítíkusarnir sem við þekkjum svo vel. Tilraunarinnar virði.

Björgvin (IP-tala skráð) 16.5.2010 kl. 18:15

6 Smámynd: Hörður B Hjartarson

    Einhvern veginn er því nú þannig háttað með mig , að mér fynnst alveg "í lagi " að menn mæti í vinnu sína , en slíkt hefur tæpast verið hægt að segja um blessaðann manninn hann Dag B Eggertsson , eftir því sem fréttir hafa hermt síðasta kjörtímabil , og ég hef sko ákveðið hvað ég kýs , gerði það um leið og ég vissi að Jón Gnarr ætlaði að stríða þessum líka fínu herrum og frúm , því að mínum dómi hafa þau öll skitið á sig undan gengin ár .

    Ekki vantar hræðsluáróðurinn hjá þessum líka fínu stjórnmálaspekúlöntum ; glórulaust að eyða atkvæði sínu í svona grínframboð - málið er ; það er tómt grín og glóruleysi að kjósa sama grautinn í sömu skálinni aftur yfir sig , það þarf að hræra í grautarpottinum , því annars brennur allur grauturinn við - það er raunin .

Hörður B Hjartarson, 16.5.2010 kl. 20:14

7 Smámynd: Haukur Gunnarsson

Hólmfríður nokkur hér á undan vildi frekar kjósa Dag B E. í RVK frekar en Besta Fl. Hún ætti að lesa stefnuskrá Samf. Dags, önnur eins vittleysa hefur ekki verið borin á borð svo lengi sem elstu menn muna

Haukur Gunnarsson, 16.5.2010 kl. 20:42

8 Smámynd: Ægir Óskar Hallgrímsson

Af hverju er besti flokkurinn ekki ágætis valkostur eins og aðrir flokkar..þetta eru Íslendingar..fólk..eins og er í hinum flokkunum..já það er óhætt að kjósa besta flokkinn.

Ægir Óskar Hallgrímsson, 16.5.2010 kl. 22:52

9 Smámynd: Haraldur Rafn Ingvason

"...ég er nú samt ekki viss um að ég leggi í að kjósa flokkinn!!!"

Ertu að segja mér að þú leggir í að kjósa HINA flokkana...?

Haraldur Rafn Ingvason, 17.5.2010 kl. 00:18

10 identicon

skemmtileg grein en þessi setning stakk hana í bakið

Leiðin sem þau gætu farið væri að fá fólk með sérfræðiþekkingu til að taka sæti í þeim ráðum og nefndum sem kæmu í hlut flokksins.Hér væri um að ræða fólk sem ekki væri mjög illa farið af flokkshollustu og myndu fyrst og fremst nálgast verkefnið út frá þeirri sérfræðiþekkingu sem það hefur.

eða kannski var hún eina grínið?

þórómar (IP-tala skráð) 17.5.2010 kl. 00:50

11 Smámynd: Ómar Bjarki Kristjánsson

Segi nú eins og einhver - mér finnst eins og það sé 2007 þegar eg horfi á myndbandið.

Ómar Bjarki Kristjánsson, 17.5.2010 kl. 01:08

12 Smámynd: Theódór Norðkvist

Eru skemmtikraftar og listamenn efnilegir stjórnmálamenn?

Svar 1

Jakob Frímann Magnússon.

Svar 2

Þráinn Bertelsson.

Theódór Norðkvist, 17.5.2010 kl. 01:59

13 Smámynd: Árni Gunnarsson

Það voru ekki listamenn eða atvinnugrínistar sem ýttu íslensku samféla fram af brún efnahagslegs sjálfstæðis. Það voru ekki umræddir frambjóðendur sem tóku þá ákvörðun að það "væri ásættanlegur kostur að innleiða 90% lánin frá Húsnæðisstofnun af því að það væri skárri kostur en að setja framtíð ríkisstjórnarinnar í uppnám."

Það voru reyndir stjórnmálamenn sem báru ábyrgð á því ástandi sem "reyndir stjórnmálamenn" eru að fást við í dag á Íslandi.

Besti flokkurinn stóð ekki að hnífasettavígum eða plotti á næturfundum, ekki næturvígum eða sölu verðmætasta fyrirtækis borgarinnar til vina og vandamann og leikritið "fjórir borgarstjórar" var ekki skrifað af Jóni Gnarr.

Þarna voru virðulegir stjórnmálamenn með reynslu að "vinna vinnuna sína."

Vandi Jóns Gnarr og Helgu Þórðardóttur leiðtoga Frjálslyndra er líklega reynsluleysi í pólitík. Vonandi verða þau þó ekki samfélaginu lífshættuleg á borð við reynda stjórnmálamenn síðustu ára.

Árni Gunnarsson, 17.5.2010 kl. 09:27

14 Smámynd: Billi bilaði

Ágæt grein. Sú besta sem ég hef séð frá þeim sem segjast ekki ætla að kjósta Best. 

En Theódór Norðkvist er greinilega ekki með langt minni fyrst hann telur bara upp þessa tvo hér að ofan.

Höldum aðeins áfram - bara frá mínu skammtímaminni.

Davíð Oddsson

Eyþór Arnalds

Ómar Ragnarsson

Júlíus Vífill

Förum svo aðeins út fyrir landsteinana:

Ronald Reagan

Clint Eastwood

Arnold Schwarsenegger

Silvio Berlusconi

Ég hef reyndar aðeins kosið Ómar af þessum lista, enda hefur hann sýnt yfirburði í þekkingu á landi og þjóð. (Ég hefði kosið Clint líka hefði ég mátt. Aðra ekki.) Ég reikna þó samt ekki með að hinir á listanum telji sig verri stjórnmálamenn en aðrir.

Jón Gnarr hef ég einu sinni hitt, og Einar Örn þannig séð líka. Einnig fylgst með þeim báðum, og fleirum reyndar á Besta-listanum, á undanförnum árum og áratugum. Í þeim hef ég séð heilsteipta fjölskyldumenn sem ég treysti fullkomlega til að hugsa um hag borgaranna. Það að þeir fari fram á þann hátt sem þeir kunna bezt er plús í kladdann. Þeir eiga mitt atkvæði víst.

Billi bilaði, 17.5.2010 kl. 11:15

15 Smámynd: Haraldur Rafn Ingvason

Árni smellhittir naglann á höfuðið - eins og svo oft áður... 

Haraldur Rafn Ingvason, 17.5.2010 kl. 11:15

16 Smámynd: Einar Björn Bjarnason

"Leiðin sem þau gætu farið væri að fá fólk með sérfræðiþekkingu til að taka sæti í þeim ráðum og nefndum sem kæmu í hlut flokksins. Hér væri um að ræða fólk sem ekki væri mjög illa farið af flokkshollustu og myndu fyrst og fremst nálgast verkefnið út frá þeirri sérfræðiþekkingu sem það hefur. "

-------------------------------------------

Hmm - er nokkur hérna, sem veit hver stefna Besta-Flokksins er.

  • hvað ætlar hann að gera vegna OR.
  • hvernig ætlar hann að bregðast við tekjusamdrætti, sem borgin enn býr við.
  • myndi hann taka svipaðann pól í hæðina og framboð Samfó - þ.e. að lofa að útríma atvnnuleysi, taka allt síðan að láni - reikna með, að síðan verði það allt í lagi seinna.
  • eða eins og Reykjavíkurframboðið, sem er með mjög svipaða stefnu, en ætla að bjóða Vatnsmýrina sem veð, fyrir lánum - og síðan treysta á að þrátt fyrr kreppu og vaxandi brottflutning fólks, verði samt næg eftirspurn eftir lóðum í Vatnsmýrinni, til að borga upp lánin.
  • eða mun hann, fylgja stefnu eins og X-D og X-B leggja til, þ.e. niðurskurður framkvæmda, sparnaður í rekstri - ekki treyst á hagvöxt sem óvíst er að verði, eða eftirspurn sem engin trygging er fyrir að verði. Galli, að atvinnuleysi fer þá sennilega vaxandi, - en á móti, skuldir borgarinnar viðráðanlegri. Áhættuminni stefna.
  • síðan er það auðvitað einn kosturinn enn, framkvæma meira en á mót hækka álögur á borgarbúa skv. því sem VG leggur til.

-----------------------------

Sko - ég varpa þessu fram, vegna þess að raunverulega getur vont versnað.

  • það var ekki borgarstjórn Rvk. sem kom landinu á kaldann klakann.
  • sveitarstjórnar-mál, hafa fram að þessu verið fremur aðskilin frá landsmálum, í ísl. pólit.
  • Fyrsta spurningin sem menn þurfa að svara - hvernig ef þeir væru sjálfir borgarstjórar, myndu þeir stjórna - sbr. hækka álögur? taka lán? spara?
  • Þau svör, segja eiginlega hvaða flokka - rokrétt séð - þeir hallast að.

Punkturinn er sá, að borgin er ekki enn gjaldþrota - en, staða hennar er það viðkvæm samt sem áður, að mjög vel er hægt með röð mistaka, að klúðra henni í þrot.

Það skiptir því verulegu máli - að komast að því, hverngi Besti Flokkurinn myndi stjórna.

Ég verð að segja - þó margir, fjölmarir beiti þeirri "rationalization" að sennilega muni þeir ráða fólk til verka sem hafi vit á að stjórna - þá hefur Besti Flokkurinn eftir því sem ég best veit, ekkert gefið upp um hvað hann myndi gera.

Sannarlega væri það rökrétt hegðun - en, afsakið ef ég er ekki endilega sannfærður algerlega án upplýsinga.

Munið, hvað bankarnir sögðu - allt í lagi, þetta reddarst. Nú segja allir, kjósum í gríni - og það verður sennilega í lagi. Halló!

Ef borginni er klúðrað, með röð mistaka - þá hrynur sú grunnþjónusta sem hún stendur undir. Svo, þetta er - alvörumál.

Ég mun sennilega kjósa eitthvað af hinum framboðunum, meðan Besti Flokkurinn, gefur ekkert upp. Ég myndi taka hann til íhugunar, ef hann gæfi stefnu sína upp.

Kv.

Einar Björn Bjarnason, 17.5.2010 kl. 12:32

17 Smámynd: Ómar Bjarki Kristjánsson

Finnur Torfi Setánsson, hljómlistagúrú.

Gísli Marteinn, skemmtikraftur.

Ómar Bjarki Kristjánsson, 17.5.2010 kl. 12:39

18 Smámynd: Ómar Bjarki Kristjánsson

Edit: Stefánsson.

Jónas Árnason, snillingur.

Ómar Bjarki Kristjánsson, 17.5.2010 kl. 12:43

19 Smámynd: Dexter Morgan

Jú, ég held að það sé sko óhætt að kjósa BESTA flokkinn. Held reyndar að það myndi litlu skipta þó að það væri settur saman flokkur sem innihéldi; óreiðumenn (róna), dópista, gleðikonur og karla, nokkra af Kleppi og tvo órangúta. Sá flokkur væri skárri kostur en "fjór-flokks-samsuðan" sem verið hefur við völd þetta kjörtímabilið. En þar sem slíkt framboð er ekki í boði, þá er BESTI-FLOKKURINN klárlega BESTI kosturinn.

Dexter Morgan, 17.5.2010 kl. 12:53

20 Smámynd: Theódór Norðkvist

Billi bilaði, ástæðan fyrir því að ég nefndi ekki Davíð var ekki að ég hefði gleymt  honum eða væri ánægður með störf hans. Hún var sú að hann var aldrei skemmtikraftur að aðalstarfi.

Eyþór Arnalds var kannski fyrst og fremst maður með áfengisvandamál og ekki nógu mikil völd til að gera eitthvað af sér. Er Júlíus Vífill skemmtikraftur, er hann ekki bara óperusöngvari í hjáverkum? Ætli hann hafi ekki verið sá skársti í borgarstjórnarhópnum hjá Sjöllum (þó það þurfi ekki mikið til þess.)

Theódór Norðkvist, 17.5.2010 kl. 14:13

21 Smámynd: Einhver Ágúst

Áfram allskonar!! Nú fer að grilla í hvað er best við Besta flokkinn...allt það einvala lið sem að baki stendur og vill starfa í þágu borgarinnar fyrir Besta flokkinn......vá hvað það er gaman að vera til í Besta.

Auk þessa langar mig að óska þér til hamingju með að skoða hlutina á alvarlegann hátt áður enn þú tekur ákvörðun, við erum nefnilega fyrir fólk sem tekur stjórnmál alvarlega. Fólk einsog þig, en kjóstu það sem hjartað segir þér og láttu óttann róa, hann kom okkur hingað sá blessaði ótti að það væri einhver sérhæfileiki að vera stjórnmálamaður og við hin ættum ekki að vera að vasast í því.

Góðara stundir Ágúst Már Garðarsson 13 sæti Besta flokksins

Einhver Ágúst, 17.5.2010 kl. 15:02

22 Smámynd: Einar Björn Bjarnason

Ágætt - getur þú þá svarað spurningum mínum - fyrst þið eruð að þinni sögn, alvarlegt fólk, þá væntanlega eruð þið búin að ákveða eitthvað um það hvað þið ætlið raunverulega að gera:

*Á að framkvæma?

*Skera niður?

*Hækka skatta?

*Taka lán?

----------------

Allt þetta er í boði í mismunandi mæli hjá hinum framboðunum.

Eitt er þó víst, virkilega er hægt að klúðra borginni í þrot - mitt persónulega mat, er að of áhættusamt sé að framkvæma og ætla sér að slá lán, fyrir þeim framkvæmdum. 

Einnig er ég ekki of hrifinn, af því að hækka álögur á borgarbúa, enda þegar búið að hækka álögur af hendi annars aðila, þ.e. ríkisins hálfu. Að auki, eru mjög margir ílla staddir fjárhagslega, og mega vart við meira sé á þá lagt.

*Þannig að mín persónulega skoðun, er að niðurskurður sé minnst áhættusama leiðin - með teknu tilliti til alls.

Kv.

Einar Björn Bjarnason, 17.5.2010 kl. 16:39

23 Smámynd: Billi bilaði

Theódór: Er ekki óhætt að segja að Útvarp Matthildur hafi verið aðal-starf Davíðs í 2 sumur?

Eyþór Arnalds hefur verið (og er kannski enn) í einni alvinsælustu hljómsveit landsins. Um áfengisvanda hans veit ég ekkert annað en blaðaumfjöllunina um þetta eina óhapp sem hann lenti í. (Það tel ég minna virði en opinber og augljós áfengisvandi annarra frægari sem þjóðin hefur þurft að horfa upp, og þarf enn.)

Og mann sem getur stundað nám afturábak (Júlíus Vífill) vil ég líka kalla skemmtikraft: "Á árunum 1997-1982 stundaði hann einnig nám við Tónlistarháskólann í Bologna á Ítalíu."

Billi bilaði, 18.5.2010 kl. 00:24

24 Smámynd: Einhver Ágúst

Það verður vissulega mikið verk framundan að stjórna borginni og í mörg horn að líta. Styrkjasukkkerfi það sem er við lýði hér í borg er eitt sem við munum vinna ötullega í að endurskipuleggja því að þar fara gríðarlegir fjármunir til spillis í subbulega hverfa-/íþróttafélagapólitík sem þarf að endurhugsa verulega.

Að gefa því fólki sem fyrir er í kerfinu frið til að vinna vinnuna sína og jafnframt leyfa þeim að fara sem plantað hefur verið í stjórnunarstöður í gegnum árin sem ýmist pólitískir bitlingar eða þá að menn hafa ekki þrifist innan flokksagans og fá þá þægilegt skrifstofustarf.

Varðandi framkvæmdir, skattahækkanir og lántökur erum við með öflugann hóp sérmenntaðs fólks á hverju svið sem leggur okkur línurnar í einstaka málum, þar eru eðlisfræðingar, viðskiptafræðingar og annað menntað fólk á ferðinni sem mótar stefnur okkar og framkvæmdir.

En í skattahækkanir eru alls ekki lausnin sem við sjáum en svo er nú erfitt að lofa einhverju um næstu 4 ár á íslandi og því munum við ekki festast í, það er svo ofsalega undarleg hugmynd að stjórnmálstefnur og flokkar geti lofað einhverju um framtíðina sem er svo óljós og óviðráðanleg í dag sem aðra daga. Þar eru nú traust efnahagsstjórn auglýsingar Geirs og Þorgerðar afar gott dæmi í kosningum 2007 ef ég man rétt.

Við munum gera þessa borg skemmtilegri, skilvirkari og meira skapandi.

Við erum svo ótrúlega glöð og þakklát fyrir stuðninginn og ég vil ítreka að þetta er ánægjuframboð-alvarlegt ánægjuframboð. Ég þekki muninn eftir tilraun síðasta árs með Borgarahreyfingunni eins falleg og góð hún var þá var reiðin of sterkur factor í henni sem svo seinna olli vandræðum.

Reiðina er hvergi að sjá hjá Besta flokknum og framtíðin er björt ef Reykvíkingar taka þennan séns og koma okkur inní Ráðhúsið því að þar hefur Ráðhústökufólk hreiðrað um sig allt of lengi með það eina markmið að komast til frekari valda í þjóðfélaginu.

Það tengist í mínum huga þeirri undarlegu hefð að hækka fólk í tign ef það er gott í einhverju og láta það fara að gera eitthvað annað, hvað vinnureglur eru það? Það hefiur mér alltaf þótt undarlegt.

Annars er ég kokkur og starfa með fíklum og þar er það sem ég hef mestann áhuga og kunnáttu á, svo um skatthækkanir og framkvæmdir verða sérfróðari menn en ég að tjá sig, það hefur nú til dæmis sýnt sig ú flugvallarumræðunni að bæði pólitíkusar og almenningur eru tilneydd til að móta sér afstöðu til hluta sem þau hreinlega hafa engar forsendur til að skilja eða byggja á rökum.

Bestu kveðjur Einhver Ágúst 13 sæti á lista Besta flokksins

Einhver Ágúst, 18.5.2010 kl. 10:49

25 Smámynd: Einar Björn Bjarnason

"það er svo ofsalega undarleg hugmynd að stjórnmálstefnur og flokkar geti lofað einhverju um framtíðina sem er svo óljós og óviðráðanleg í dag sem aðra daga."

------------------------------------

*En, kjósendum þarf að gefa einhverjar upplýsingar - eða hugmynd, hvað til stendur.

*Það þarf ekki að vera fullunnið plan - en, einhverjar útlínur að plani, væru velkomnar.

*Ef, aðilar hafa hæft fólk sér til aðstoðar, þá er það einmitt það fólk, sem getur unnið með þeim hópi sem vill láta kjósa sig, svo hann geti sagt kjósendum í grunnatriðum hvað til stendur.

*Þ.s. mig grunar, að ef þið hafið ekki einu sinni slíka grunnhumdyn, að byggja á - hvað þið ætlið að gera, að þá séuð þið líkari Borgarahreyfingunni, sem einitt var hópur af góðviljuðu fólki sem vildi breyta

-------------------

*Málið, er einnig að fyrir ykkur sjálf, þurfið þið að hafa mótað ykkur einhvern grunn að stefnu, því annars þurfið þið að framkvæma þá aðgerð seinna.

*Vandinn við það seinna, segjum að þið vinnið algera sigur, er að þá kemur langt tímabil þ.s. þið vitið ekki hvað á að gera, þess í stað eru hlutir látnir reka á reiðanum, meðan þið eruð að átta ykkur á ástandinu, koma ykku saman um hvað að gera - o.s.frv.

*Hættan er, að það tímabil óvissu, verði helst til langt, sérstaklega ef eins og var við Borgarahreyfinguna, að í ljós kemur mikill ágreiningur akkúrat um hvað á að gera - en, alltaf kemur að því að um valkosti er að ræða.

-----------------------

*Þess vegna kom ég með þessar spurningar - því þ.e. raunverulega gagn af því, að hafa mótað einhverna grunn stefnu -

a)Þá vita kjósendur, meir um hvar þeir standa gagnvart ykkur.

b)Þið sjálf einnig, vitið betur hvað þið sjálf æltið að gera - getið jafnvel sleppt þessu tímabili, þ.s. hlutir eru á reiðanum, meðan þið eruð að uppgötva það í því seinna, hvað þið viljið gera.

c)Þá getið þið jafnvel farið að innleiða þá stefnu með nokkru hraði.

En þ.e. ástæða fyrir því, að venja er - ekki bara hér á landi - að aðilar sem ætrla sér að koma inn með breytingar, hafi mítað hverjar þær eiga að vera, þannig að þeir geti kynnt það fyrir kjósendum - og einnig svo að þeir sjálfir viti hvað þeir ætla að vinna með.

-------------------------

Þetta á ekki bara við pólitík, heldur einnig stéttarfélög - ef t.d. framboð kemur fram gegn sytjandi stjórn.

Þetta er ekki svo, að slíkur hugmyndafræðilegur undibúningur, sé einhver fíflagangur.

Kv.

Einar Björn Bjarnason, 18.5.2010 kl. 12:16

26 identicon

Spillinguna Burt 

Besti Flokkurinn er Besti Flokkurinn

þetta er ekkert Grín

kveðja

Æsir (IP-tala skráð) 18.5.2010 kl. 21:35

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband