Góður, betri, bestur!

Í kjölfar "yfirtökutilboðs" félags prófessora hefur enn á ný vaknað umræða sem gengur út á undarlegan meting milli háskóla hér á landi. Reyndar verð ég að taka fram að mér þykir "tilboð" prófessoranna bera þess merki að vera lítt hugsað enda benda heimildir mínar til þess að þar séu skoðanir fárra sagðar skoðanir margra.

Sú hugmynd að háskólar geti á einhver hátt keppt sína á milli er hálf galin. Háskólar sem á annað borð uppfylla almenn skilyrði eru í eðli sínu góðir, hver á sinn hátt. Gæðin byggja á því fólki sem ráðið er til starfa og þeir sem ráðnir eru eftir hefðbundnum leiðum hafa eitthvað til að bera sem verðmætt er.

Metingur og belgingur í þessum efnum er ekki viðeigandi og margt sem sagt er í umræðunni er háskólasamfélaginu til minnkunnar. 

En úr því að þessi umræða er farin aftur af stað þá minnist ég þess að fyrir rúmum tveimur árum skrifaði ég pistil um þetta efni. Hann má sjá hér

...legg svo til að háskólafólk taki höndum saman og hætti hegðun sem gjarnan er kennd við "pissu" keppni.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband