Viðskiptafræðin öflug!

Þann 5. júní sl. lauk umsóknarfresti í grunnnám við Háskóla Íslands. Það vekur athygli mína hve margir hafa sótt um í viðskiptafræði en umsóknir í grunnnám eru tæplega 300. Þetta eru mun fleiri umsóknir en í fyrra.

Þetta er ánægjulegt sérstaklega í ljósi þess að viðskiptafræðin hefur átt undir högg að sækja. Ýmsir hafa í barnaskap sínum látið sér detta í hug að efnahagshrunið hafi verið þessari grein um að kenna! Það er að sjálfsögðu alrangt og gott að sjá að ungt fólk virðist átta sig á því að góð leið til að öðlast þekkingu á rekstri og viðskiptum er að læra viðskiptafræði. 

Íslenskt atvinnulíf þarf á þessari þekkingu að halda. Viðskiptafræðingar vinna fjölbreytt störf s.s. við bókhald, fjármál, stjórnun, markaðsmál, mannauðsstjórnun og þannig mætti áfram telja. Viðskiptafræðin gefur haldgóða menntun á þessum sviðum. Stjórnunar og sérfræðistörf í tengslum við atvinnulífið er viðfangsefni viðskiptafræðinga.

Gott að ungt fólk áttar sig á því. Það gera það ekki allir. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Offramleiðsla viðskipta- og hagfræðinga hefur skapað það vandamál í og með að nær engin fjölgun er í iðngreinunum. 

Hef hitt allt of marga viðskipta- og hagfræðinga sem betur hefðu tekið sér hamar og rörtöng í hönd.

Jón Óskarsson (IP-tala skráð) 21.6.2010 kl. 18:52

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband