Að hagræða...

...gengur oft illa!

Það er líklegt að ein ástæðan fyrir því sé sú að það getur verið nokkuð flókið að vinna slíkt verk svo vit sé í. Hagræðingarverkefni krefjast mikillar þekkingar og reynslu af rekstrartengdum viðfangsefnum. Þá þekkingu má t.d. ná sér í með því að stunda nám í viðskiptafræði. Þetta er þekking sem mér sýnist oft ekki vera til staðar meðal þeirra sem eru að vinna að slíkum verkefnum og á það ekki síst við um opinbera og hálf-opinbera geirann.

Stundum er það sem er kallað hagræðing alls ekki hagræðing heldur er aðeins gert minna af því (hugsanlega óhagkvæma) verki sem unnið er. Dæmi um slíkt er flatur niðurskurður. Þar reynir hver og ein stofnun að mæta "hagræðingar" kröfunni óháð því hvort það starf sem unnið er sé vel unnið eða ekki. Niðurstaðan verður því oft sú að stofnanir losa sig við "kostnað" yfir á aðrar stofnanir. Heildarniðurstaðan verður því sú að heildarávinningurinn verður takmarkaður.

Önnur leið sem gjarnan er farin er að færa verkefni frá hinu opinbera yfir til einkaaðila. Það hljóti að vera hagkvæmara! Ég held ég þurfi ekki að eyða mörgum orðum í þetta. Reynslan sýnir að það er ekki lögmál að einkaaðili framkvæmi verk betur en opinber aðili. Stundum virðist því reyndar þveröfugt farið.

Það hugtak sem ég tel mikilvægt að þeir sem að hagræðingarverkefnum koma þekki er hugtakið FRAMLEIÐNI. Eftir að hafa skoðað þessi mál í all mörg ár þá sýnist mér vandinn að stórum hluta tengjast vanþekkingu á þessu hugtaki og þeim aðferðum sem því tengjast. Það er ekki ein einföld leið að útskýra þetta hugtak en kannski má segja að einfaldasta framsetningin sé sú að framleiðniaukning feli það í sér að þú gerir það sem þú ert að gera jafnvel með minni tilkostnaði. Eða að þú gerir betur það sem þú ert að gera með sama tilkostnaði. 

Það að gera minna af einhveru sem þú gerir illa er ekki framleiðniaukning en gjarnan álitin vera það. Slík útfærsla virðist oftar en ekki hafa aukinn kostnað í för með sér síðar.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Gunnar Heiðarsson

Þetta er nokkuð góð grein hjá þér Þórhallur. Í hugum okkar launafólks hefur orðið "hgræða" einfalda merkingu. Uppsagnir!

Hugsanlega er skýring sú að þegar fyrirtæki segja upp fólki er þessi skýring gjarnan notuð, síðan sést ekki að neitt frekar sé gert til að bæta rekstur fyrirtækisins.

Vankunnátta stjórnenda er kannski um að kenna.

Gunnar Heiðarsson, 17.6.2010 kl. 20:20

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband