Algjör gal-skapur!

Nú hafa komið fram hugmyndir með hvaða hætti stjórnvöld geta aukið skatttekjur sínar um 1-2% af vergri landsframleiðslu. Í grundvallaratriðum ganga þessar hugmyndir út á að hækka matvöruverð í landinum með því að hækka virðisaukaskatt á matvæli í 25,5%.

Í ljósi þess að matvöruverð er nú þegar mjög hátt hér á landi getur þetta vart talist góð tillaga. Eiginlega hljómar þetta eins og algjör gal-skapur (AGS). Það er ekki mjög líklegt að almenningur taki þessari hugmynd fagnandi. Skattur á mat er eins og skattur á bensín, þ.e. auknar tekjur skila sér hratt og vel, fyrst og fremst vegna þess að fólk getur illa komist af án þess að kaupa mat og/eða bensín. Því miður er ekki annað líklegt en að kaupmenn myndu velta þessu beint út í verðlagið. Hækkun á matvælaverði hér á landi yrði því stórkostleg aðför að lífsgæðum.

Enn og aftur verð ég að draga fram hugtakið FRAMLEIÐNI. Aukin framleiðni skattkerfisins gengur í grundvallaratriðum út á það að nýta betur þá skattstofna fyrir eru. Það er ekki dæmi um aukna framleiðni að hækka skattprósentu eða koma með nýja skatta. 

Það væri hins vegar dæmi um aukna framleiðni skattkerfisins að sjá til þess að þeir sem eiga að greiða skatta, geri það. Það hefði verið mun athyglisverðara að sjá tillögur sem ganga út á það að koma í veg fyrir að tilteknir hópar komi sér undan að greiða þá skatta sem þeim ber. Flestum er ljóst að hér á landi eru stunduð umtalsverð skattsvik. Stundum er jafnvel talað um það sem þjóðaríþrótt að finna leiðir til að greiða ekki "of mikla" skatta!

Á tímum sem þessum er óþolandi að skattar séu hækkaðir á suma hópa á meðan að aðrir koma sér hjá því að greiða þá. Tillögur ráðgjafa stjórnvalda hefðu kannski átt að beinast frekar í þá átt.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd:  Úrsúla Jünemann

Matur og bensín er ekki alveg það sama. Það er hægt að spara eldsneyti með því að aka minna og hagræða sínar ferðir. En það er kannski erfiðara að komast að með minna mat, nema maður borðar eintómt hafragraut.

Úrsúla Jünemann, 13.7.2010 kl. 21:39

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband