Erlendar fjárfestingar!

Ég er einn af þeim sem hef talið það sjálfgefið að eftirsóknarvert sé að fá erlenda fjárfesta til að fjárfesta hér á landi. Umræðan síðustu daga og vikur bendir hins vegar til þess að erlent fjármagn er ekki endilega álitið eftirsóknarvert, jafnvel talið óæskilegt.

Stjórnvöld þurfa að gera það upp við sig hvort erlend fjárfestingin er æskileg eða ekki. Að sjálfsögðu eiga að gilda um það reglur en slíkar reglur þurfa að vera skýrar og eðlilegar. Þær mega ekki breytast eftir því sem vindurinn blæs eða eftir því úr hvaða flokki tiltekinn ráðherra kemur. 

Ef stjórnvöld telja það æskilegt að hingað leiti erlent fjármagn er ekki þar með sagt að það geri það. Grundvallaratriði sem þarf að vera til staðar er að hér séu áhugaverð fjárfestingatækifæri. Það er ekki áhugavert fyrir erlenda fjárfesta að aðeins sé heimilt að fjárfesta í einhverju sem innlendir fjárfestar hafa ekki áhuga á. Fjárfestingatækifærin eru víða. 

Fyrir utan fjárfestingatækifæri er einkum þrennt sem gert hefur það að verkum að Ísland hefur orðið fyrir valinu. Þetta er lágt raforkuverð, hæft (og reyndar ódýrt) vinnuafl og stjórnmálalegur stöðugleiki. Mjög víða er orkuverð lágt. Einnig hæft starfsfólk (og jafnvel ódýrara en hér) en þá hefur vantað upp á stjórnmálalegan stöðugleika. Styrkur Íslands liggur í því að koma vel út hvað öll þessi þrjú atriði varðar.

Því miður bendir ýmislegt til þess að hvað það síðast talda varðar, stjórnmálalegur stöðugleiki, þá sé það ekki eins mikill styrkur á áður. Gæti jafnvel orðið veikleiki. Þetta fer auðvitað allt eftir því hvernig stjórnmálalegur stöðugleiki er skilgreindur. Það má gera með ýmsum hætti. Þannig má horfa til þess hvort í landinu megi búast við stjórnarbyltingu, einhliða eignaupptöku eða hvort mikil spilling ríki meðal stjórnmálamanna. Einnig er mikilvægt að fjárfestingaumgjörðin sé studd eðlilegu regluverki sem gera má ráð fyrir að standist þegar á reynir.

Áhættustig fjárfestinga hækkar verulega ef gera má ráð fyrir að reglur breytist án augljósra ástæðna. Við þurfum að gæta þess að snúa ekki styrk okkar upp í veikleika!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Audvitad eigum vid ad graeda sem mest á okkar audlindum.  Spurningin er hvernig?  Allt verdur ad taka med í reikninginn.  Taekniframfarir eru mjög örar í dag.  Thad sem kanna ad virdast rétti samningurinn í dag getur verid kolrangur samningur á morgun einfaldlega vegna hugsanlegra og reyndar mjög líklegra taekniframfara sem bjóda nýja möguleika á notkun orkunar sem eru mun hagstaedari okkur en sá samningur sem er í bodi.

Med ofannefnt í huga er thjódin ad taka mjög mikla áhaettu med thví ad binda sig med langtímasamningi.

Haegan Haegan (IP-tala skráð) 20.7.2010 kl. 22:31

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband