Úfffff!!!!!

Enn þyngist róðurinn. Nú segja mér spekingar að raunveruleg hætta sé á því að engin laun verði greidd út um næstu mánaðarmót. Hvernig má það vera?

Ég hlustaði á Silfrið sl. sunnudag með athygli. Sem fyrr var lítið gagn af innleggi stjórnmálamannanna nema hvað Jóhanna virðist ærleg. Viðtalið við Ragnar Önundarson fannst mér áhugavert. Þar útskýrði hann á mannamáli um hvað málið snýst, amk eins og það kemur honum fyrir sjónir. Ef bara lítill hluti af því sem þar kom fram er satt og rétt má ljóst vera að einhver eða einhverjir hafa sýnt fádæma vanrækslu í stjórnun efnahagsmála og almennu fjármálaeftirliti. 

Viðtalið við Jón Ásgeir var hálf fáránlegt. Spyrillinn tapaði sér algjörlega og viðmælandinn reyndi hvað hann gat að róa hann niður. Þetta var allt hálf óhuggulegt.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband