Hvítbókin!

Forsætisráðherra hefur boðað gerð "Hvítbókar" um hrun fjármálamarkaðarins á Íslandi!

Það er vel og stórmannlegt. Það er verra að margir virðast hafa litla trú á því að um raunverulega skoðun verði að ræða. Bent er á að tengsl milli hópa séu með þeim hætti að erfitt gæti reynst að finna einhvern sem ekki er "hluti af vandamálinu", hefur hæfi til að vinna verkið og nýtur trausts almennings. 

Það er mjög mikilvægt að vel sé að þessu staðið ef á annað borð á að gera þetta. Hugsanlega mætti fá erlenda aðila til að stýra verkinu (það er jú alltaf best!!!) en líklegt verður þó að telja að einhver hópur innlendra sérfræðinga og leikmanna þurfi að koma að. Hér gætu stjórnvöld nýtt sér það traust sem almenningur ber til Háskóla Íslands en engin opinber stofnun nýtur eins mikils traust og sú stofnun. Að mínu mati er í skólanum til staðar öll sú þekking til að vinna og/eða leiða þessa vinnu.

 Ég hvet því stjórnvöld til að íhuga af fullri alvöru að leita til Háskóla Íslands þegar og ef unnið verður að gerð "Hvitbókar" um hrun fjármálamarkaðarins á Íslandi. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband