Tvær þjóðir!

Ég hef lengi verið þeirrar skoðunar að hér á landi búi tvær þjóðir, pólitíkusar og almenningur.

Pólitíkusar eru þeir sem með virkum hætti hafa tekið þátt í stjórnmálum, þingmenn, sveitarstjórnarmenn og þeirra fylgjendur hvar svo sem í flokki þeir standa. Allir sem láta í sér heyra eru umsvifalaust settir í einhvern "flokk" og eru þá á með eða á móti. 

Almenningur eru allir hinir, líklega stór meirihluti þjóðarinnar. Þetta er fólk sem hefur ekkert sérstaklega mikinn áhuga á stjórnmálum, tekur ekki virkan þátt í þeim og er fyrst og fremst að hugsa um að hafa í sig og á. Þetta er fólkið sem nú er að verða fyrir barðinu á hruni efnahagskerfisins á Íslandi. Tók vissulega einhven þátt í fjörinu en fráleitt að álíta að almenningur beri ábyrgð á hvernig nú er fyrir okkur komið. Einhverjir aðrir bera ábyrgð á því.

Nú kemur í ljós að margir úr hópnum almenningur vilja láta í sér heyra. Þá er ekki alveg augljóst hvernig á að gera það. Pólitíkusarnir vernda sitt kerfi og vilja leysa málin á þeim vettvangi. Almenningur virðist ekkert vera til í það. Hvað er þá til ráða?

Líklegt er að nú verði kerfisbreyting. Slíkt hefur gerst í mörgum löndum þar sem almenningur myndar nýtt afl til að koma lagi á mál. Vonandi kemur þá nýtt öflugt fólk sem er tilbúið að láta sig málin varða og vera í forystu. Vonandi fáum við eitthvað betra en endurunna fyrrum stjórnmálamenn og félagsfrömuða sem eru í raun hluti af Pólitíkusum. Nú þarf nýtt fólk sem ekki er hluti af vandamálinu og getur komið að málum án skuldbindinga við fortíðina.

Spurningin er bara hverjir það ættu að vera?

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband