Græðgin gleður!

Sjálfsagt verður erfitt að finna einhverja eina haldbæra skýringu fyrir því að efnahagskerfið á Íslandi fór þá leið sem það fór. Þær eru eflaust margar.

Mér finnst þó ástæða til að draga fram eina skýringu en það er GRÆÐGI. Ef horft er yfir sviðið þá virðist sem GRÆÐGI hafi verið einn aðaldrifkraftur efnahagskerfisins. Virðast þar fáir undanskildir, jafnvel ekki undirritaður! Afleiðingarnar eru þó mis alvarlegar. Fyrir suma skapar þetta aðeins óþægindi og kannski smávægilega leiðindi á meðan aðrir standa frammi fyrir stórkostlegu áfalli hjá sér og sínum. 

Áður en lengra er haldið þá hvet ég alla sem ekki hafa séð myndina Wall Street frá 1987 að horfa á þá ágætu mynd. Þeir sem hafa séð hana ættu bara að horfa á hana aftur. Það eru mörg mjög góð atriði í myndinni. Eitt sterkasta atriðið er þegar Gordon Gekko, sem leikinn er af Michael Douglas, sannfærir fundarmenn um að GRÆÐGI sé drifkraftur framfara. (sjáið þetta atriði hér).

Mjög margir virðast hafa tileinkað sér "möntru" Gekko. Það var t.d. dálítið undarlegt að verða vitni að því að sölumenn höfnuðu staðgreiðslu en hvöttu væntanlega kaupendur þess í stað til að taka lán. Það væri miklu betra. "Svo leikur þú þér bara eitthvað með peninginn!" sögðu þeir. Svipuð hugmyndafræði hefur verið í stærri kaupum almennings. s.s. húsnæðiskaupum, þar sem væntanlegir "eigendur" létu óprúttna sölumenn sannfæra sig um að hægt væri að kaupa dýra húseign án þess eiga krónu upp í! Þar hefur GRÆÐGI beggja ráðið för.

Alvarlegustu tilvikin eru þó þegar stjórnendur stöndugra fyrirtækja létu GRÆÐGINA verða til þess að þeir misstu sjónar á kjarnastarfsemi fyrirtækisins og létu sannfæra sig um að fjárfestingar með lántöku væri besta leiðin til að stuðla að vexti og velgengni starfseminnar. Aftur er það GRÆÐGI beggja sem ræður för. Átakanlegt dæmi um þetta má lesa í MBL sunnudaginn 31. maí í umfjöllun Agnesar um sjávarútvegsfyrirtæki á Snæfellsnesi.

 Það er því miður þannig að þeir sem kenna öðrum um ættu kannski að líta í eiginn barm fyrst. Hvað er það annað en GRÆÐGI að halda að hægt sé að komast yfir hluti án þess að eiga fyrir þeim? Hvað er það annað en GRÆÐGI þegar venjulegt launafólk á Íslandi skuldbreytir íbúðaláni í einhverja erlenda mynt? Hvað er það annað en GRÆÐGI þegar sölumaður leggur mikið á sig til að sannfæra kaupanda um að betra sé að taka lán en að staðgreiða það sem keypt er? Og hvað er það annað en GRÆÐGI sem verður til þess að kaupandinn trúir þessu?

Við getum því sjálfum okkur um kennt. Sumir lenda kannski betur í þessu en aðrir en allir eitthvað. Munum bara að af engu verður ekkert. 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Aðalsteinn Jónsson

Það gæti líka verið ímynduð hagsýni Við höfum hafið æðri i menntun hátt til skýja og að langskólaganga sé ávísun a þekkingu meðan við gerum sífellt minna úr því sem heitir hyggjuvit og reynsla. Ég tel að margir hafi skuldbreytt vegna ráðlegginga fólks sem að búið var að telja mönnum trú um að vissi allt betur en aðrir. Ég sjálfur man ekki betur en að Vilhjálmur fjárfestir hafi sjálfur bent á í Silfri Egils að myntkörfu lán losuðu fólk út úr viðjum verðtryggingar og það gerðu fleiri sem að ekki hafa hátt um það í dag. Glæpur margar var því einungis að trúa þeim sem að fullyrt var að vissu allt betur. En rétt er það að víða var um eintóma græðgi að ræða. En hvað finnst þér nú um tregðu stjórnvalda og fjármagnseigenda að leiðrétta vístölu sem virkar eiginlega glæpsamlega er það ekki einskonar græðgi líka

Jón Aðalsteinn Jónsson, 1.6.2009 kl. 12:34

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband