Fagna aðildarumsókn

Ég fagna niðurstöðu Alþingis þess efnis að sækja um aðild að ESB. Tel að það sé eina leiðin til að fá úr því skorið hvort við eigum samleið með öðrum Evrópuþjóðum eða ekki. Vel kann að vera að ríkjum ESB sé svo umhugað að fara illa með smærri aðildarríki að samningurinn verði óaðgengilegur.

Margir þingmenn nota orðið hagsmunamat í þessu máli. Ég er sammála þeirri nálgun. Það á einfaldlega að láta meiri hagsmuni ganga fyrir minni. Það á ekki að láta sérhagsmuni fárra ganga fyrir heildarhagsmunum margra. Þetta hafa sumir kallað ókost við ESB. Við ráðum okkur ekki fullkomlega í öllum málum. Reyndar fórum við dálítið, svo ekki sé meira sagt, illa að ráði okkar. Við þurfum einnig að taka tillit til annarra. Það finnst sumum galli.

Ég tel mikilvægt að horfa eftir sóknarfærum sem hugsanleg innganga í ESB hefur í för með sér. Sú ógnun sem sumar greinar verða fyrir ætti um leið að vera tækifæri fyrir aðrar greinar. Við eigum ekki að gefa okkur að allt verði eins og áður.

Aðalkosturinn við ESB að mínu mati er annars vegar möguleiki okkar á að taka upp nýjan gjaldmiðil og svo gegnsæi í verðlagningu. Það verðlag sem almenningur býr við hér er óásættanlegt og afleiðing sérhagsmunagæslu. Því þarf að ljúka, almenningi til heilla. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðbjörn Guðbjörnsson

Innilega til hamingju - skoðanabróðir!

Guðbjörn Guðbjörnsson, 16.7.2009 kl. 14:52

2 Smámynd: Einar Björn Bjarnason

Gæti orðið verulega löng biðin, eftir Evrunni.

Hefurðu annars lesið þetta?

1. ársfjórðungsspá, Framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins:

"Directorate General for Economic Affairs: : 1. Quarter Report 2009"

Kv.

Einar Björn Bjarnason, 26.7.2009 kl. 13:47

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband