Er ESB lausnin?

Það er mjög erfitt að svara þessari spurningu. Ástæðan er fyrst og fremst sú að það virðist ekki vera ljóst hver vandinn er! Því er erfitt að segja af eða á með ágæti ESB.

Ég hef lengi verið þeirrar skoðunar að Ísland ætti að ganga í ESB og taka upp Evru. Það þurfti ekki kreppu til. Að sjálfsögðu hefðum við ekki losnað við kreppuna en mér er til efs að við stæðum frammi fyrir eins miklum vanda nú ef við hefðum gengið í ESB þegar við áttum að gera það.

Ég held einnig að við værum ekki að fást við þau undarlegu mál sem tengjast arðgreiðslum til eigenda sem skulda allan sinn eignarhluta og munu líklega aldrei standa skil á honum. Verð að viðurkenna að mig skorti hugmyndaflug til að láta mér detta svona fléttu í hug. En ég er auðvitað engin fjármálasnillingur! 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband