Pólitísk hegðun!

Ein stærsta hindrunin fyrir því að skipulagsheildir geti tileinkað sér nútímaleg vinnubrögð, sem m.a. hafa þarfir viðskiptavina/skjólstæðinga, að leiðarljósi er það sem kallað hefur verið pólitísk hegðun. Þessi hegðun hefur verið skilgreind af mörgum fræðimönnum og ein hljóðar svo:

"Sú viðleitni einstaklings að vinna eigin hugmyndum brautargengi og koma í veg fyrir að andstæða sjónarmið nái fram að ganga."

Hér skal tekið fram að þegar talað er um pólitíska hegðun í skilningi stefnumótunar er ekkert sérstaklega verið að fjalla um stjórnmál, stjórnmálamenn eða stjórnmálaflokka. Heldur hegðun sem einkennist fyrst og fremst af því sem að framan greinir.

Hins vegar á þetta gjarnan vel við þegar stjórnmál eru annars vegar, sérstaklega þegar blandað er saman rekstri og pólitík. Það getur verið slæm blanda. Meirihluti á hverjum tíma hefur hagsmuni af því að láta líta svo út að allt sé í góðu lagi og að allir séu ánægðir. Minnihluti hefur hins vegar hag af því að láta líta svo út að allt sé slæmt, allt gangi illa og allir séu óánægðir. Virðist þá litlu skipta hvaða flokkur er við völd hverju sinni. Flestir virðast taka þátt í þessum slag. Niðurstaðan er sú að hagsmunir viðkomandi skipulagsheildar verða fyrir borð bornir. Sama þá þá við um viðskiptavini eða skjólstæðinga viðkomandi skipulagsheildar.

Stjórnvöld standi frammi fyrir miklum erfiðleikum nú. Taka þarf margar erfiðar ákvarðanir og mikilvægt að þær verði sem flestar réttar og góðar. Vandinn við það er að það sem einum þykir rétt, kann öðrum að þykja rangt. Þar hefur oftar en ekki pólítisk afstaða ráðið för, þ.e. ef maður er í minnihluta þá er maður á móti, jafnvel þó svo að tillagan sem slík sé skynsamleg og jafnvel þó svo að maður hafi lagt fram sömu eða svipaða tillögu á meðan að maður var í meirihluta!

Það er aldrei mikilvægara en nú að stjórnmálamenn láti af háttalagi sem þessu. Ef það gerist ekki er hætt við að teknar verði margar slæmar ákvarðanir sem þjóna þröngum pólitískum hagsmunum fárra en gætu skaðað marga til lengri tíma.  

Dæmi um slæmar ákvarðanir eru flatur niðurskurður og hátekjuskattur. Flatur niðurskurður hefur það í för með sér að skorið er jafn mikið niður hjá skilvirkri einingu og hjá óskilvirkari einingu. Í því fellst sóun. Hátekjuskattur skilar yfirleitt litlum viðbótartekjum og virðist fyrst og fremst hafa það hlutverk að afla pólitískra vinsælda. Ef slík skattamismunun á að skila einhverjum árangri þá er nauðsynlegt að setja mörkin við millitekjur. Þá er beinlínis verið að refsa fólki sem vill leggja mikið á sig til að sjá sér og sínum farborða. Reynslan sannar það. Hátekjuskattur hefur einnig neikvæði áhrif á vilja launþega til að koma sér undan eðlilegum skattgreiðslum. Í raun má færa fyrir því rök að hagkvæmt gæti verið að lækka tekjuskatt verulega. 

Slík ákvörðun er þó væntanlega of rótæk sem stendur.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband