Þjóðaratkvæðagreiðslan!

Allt bendir til þess að "þjóðin" hafni því sem um verður kosið í dag. Ég er enn að reyna að átta mig á því hvað það er nákvæmlega sem verið er að kjósa um. Er ekki alveg viss!

...það eru þó margir sem skilja það miklu betur en ég og er það vel.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Smá pæling. Kosningarnar eru um breytingu á lögum vegna samnings sem gerður var við Breta og Hollendinga. Samnings sem samþykktur var á Alþingi og Forsetinn staðfesti. Bretar höfnuðu hinsvegar vegna fyrirvara sem Alþingi setti. Já= Lögin frá janúar standa Nei=Lögin frá Janúar hafnað en lögin frá því í september taka gildi. Nú segir einhver að þau taki ekki gildi þar sem Bretar og Hollendingar neituð að samþykkja fyrirvarana. Gott og vel. Hvað ef þeir samþykkja nú fyrirvarana…..geta þeir það? Í hvaða ský..málum værum við þá. Fróðlegt væri ef einhver fróður myndi vilja tjá sig um það.
Takk fyrir annars ágætan pistil. Mæti ekki á kjörstað.

Guðmundur Sigurðsson (IP-tala skráð) 6.3.2010 kl. 09:47

2 Smámynd: Hrólfur Þ Hraundal

Á meðan við vinnuveitendur stjórnvalda stöndum í ströngu við að bjarga okkur undan óráðum þeirra, þá sitja þau á sínum fúla rassi og niðurlægja okkur.  Það er þó einn í stjórnkerfinu sem er uppistandandi og tekur á með okkur, en það er þannig sem forystumenn eiga að starfa.

Forystulið stjórnvalda hefur opinberað sig að því að horfa svo fast til ESB að við Íslendingar skiptum þau engu máli.  Gröf stjórnarinnar dýpkar stöðugt.   

Það skiptir miklu að kjörsókn verði góð,  þá sjá erlendir hvaða hlutfall stjórnarinnar er og niðurlæging okkar verður þá væntanlega minni og skilningur á rétti okkar betri.

Hrólfur Þ Hraundal, 6.3.2010 kl. 13:10

3 Smámynd: Haraldur Baldursson

Þórhallur niðurstaða kosningarinnar er ekki bara nei eða já...vægi okkar í samningaferli styrkist við þáttöku... þetta snýst um peninga. Ég hvet þig eindregið til að kjósa. Við erum að gera út samninganefnd. Starf hennar styrkist við samstöðu í kosningunum. Athygli erlendra fjölmiðla gæti orðið okkur óhagstæðari með lítilli þáttöku. Við erum þrátt fyrir allt að senda skilaboð. Ef við tökum ekki þátt, verða það skilaboð sem veikja okkar stöðu.

Haraldur Baldursson, 6.3.2010 kl. 14:21

4 Smámynd: Brjánn Guðjónsson

spurningin snýst um, með eða án smurefnis.

Brjánn Guðjónsson, 6.3.2010 kl. 15:48

5 Smámynd: Kristinn Pétursson

Þú ert að kjósa um að styrkja samningsstöðu samningnefndarinnar.

Vonandi ákveður svo ríkisstjórnin formlega á fundi að ráðherrar hætti að blaðra í fjölmiðlum meðan samninganefndin er að finna nýjan samningsflöt.

Samninganefndin kemur til með að segja af sér - hætti ráðherrarnir ekki þessu endalausa blaðri sem skaðar málstað þjóðarinnar.

Öll þjóðin þarf  - og ber skylda til að standa saman - þannig næst bestur árangur í heildina.  Við segjum NEI!

Kristinn Pétursson, 6.3.2010 kl. 17:58

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband